Frægur sigur 11. apríl 2005 00:01 Megas er barn 20. aldarinnar en hann er líka einhvers konar afi hennar – nánast langafi. Rödd hans og fas, músíkin, textarnir, andrúmsloftið allt sem gegnsýrir list hans er vitaskuld óhugsandi án rokksins en hann hefði ekki heldur orðið sá sem hann er án þess að hafa látið síast inn í sig Braga Boddason, Egil, Hallgrím, Steingrím Thorsteinsson og Davíð Stefánsson, svo að eitthvað sé nefnt af skáldum sem hann hefur haft unun af að afbaka ljóð eftir, kveðskapur hans er gegnsýrður latínumennt, goðafræði og sálmakveðskap, – að viðbættri klassísku músíkinni og gamalli íslenskri sálmahefð sem manni virðist liggja til grundvallar sumu í tónsköpun hans. Og loks má nefna eitthvað sem svolítið erfitt er að koma orðum að en á ekki minnstan þátt í að gera hann svo ástsælan með þjóðinni sem raun ber vitni og mætti ef til vill kenna við klassíska íslenska meinfýsi, – hin gráa gamansemi - hundingsspott kallaði hann það sjálfur. Ég man eftir manni í verbúð í eyjum sumarið ´74 sem við félagarnir sungum fyrir kvæðið um Jón Arason og þrástagaðist allan þann dag á setningunni "þeir sörguðu af honum hausinn ha ha ha" – mér fundust þau viðbrögð dæmigerð fyrir viðtökur Íslendinga við kveðskap Megasar sem bæði hefur búið við meiri hylli sinna landsmanna en við gerum okkur kannski grein fyrir – og meiri andúð. Forsendurnar hjá Megasi eru aldagamlar. En hann er barn 20. aldarinnar, – hann er "Orfeus, rafmagnsbassisti í innheimum". Hann er þversagnarkenndur. Hann er utangarðsmaðurinn sem er innsti koppur í búri íslenskrar menningar. Hann er hinn nákvæmi óreglumaður, hinn meðvitaði skynfæraruglari. Hann er hinn klóki klerkur sem snýr á skrattann til að geta haft í ýmislegt snatt. Hann er safnarinn sem dregur jafnharðan dár að öllu því sem hann dregur að sér. Hann er í senn barnið í dalnum og ókindin. Hann er hirðskáld Basils fursta, finnur víddirnar í Hvell-Geira, tekur sér stöðu hjá Birkiland, þræðir afvegi og útskot íslenskrar menningar en er samt alltaf í þjóðbraut. Hann er íslenskuséníið sem þráir að vera hljóðvilltur og reynir með öllum tiltækum ráðum að verða sér úti um þágufallssýki eins og hún sé sjálf hin forboðna og sæluþrungna synd: þegar hann syngur "mér langar" heyrir maður að þarna er maður að drýgja unaðsfulla synd. Hann er spekingurinn sem ber á borð fyrir okkur þvætting. Hann er ólíkindatólið sem skyndilega afvopnar okkur með nístandi einlægni og fegurð, rugludallurinn sem orðar þegar minnst varir fyrirbæri, kenndir og ástand í eitt skipti fyrir öll. Hann gaf firrunni þegnrétt í íslenskum kveðskap. Hann fann ljóðrænunni stað á kömrunum. Hann lætur fábrotin sannindi hljóma eins og bull eða dúpa visku: lína úr söngnum Um raungildisendurmat umframstaðreynda sem er að finna á hinni framúrskarandi endurútgáfu Skífunnar frá 2002 á plötunni Á bleikum náttkjólum er dæmigerð: "sértu ekki stöðugur stafar það trúlega af því þú ert valtur". Svona línur vitja manns stundum á köldum dögum og þótt þær ylji manni ekki þá hjálpa þær manni að átta sig. Megas er glaðvær söngvari, í raun og veru glaðbeittur. Hann er Elvis-eftirherman sem hljómar stundum eins og langdrukkinn íslenskur sveitaprestur á 19. öld að tóna, stundum eins og ljúfur drengur, stundum eins og kátur púki - alltaf eins og rokk, glaðvær og ískyggilegur. Hann er Elviseftirherman sem hljómar aldrei eins og Elvis, nema þá sem stökkbreytt afbrigði af öðrum Elvisarnema, Bob Dylan - og samt er hann niðurstaða af Elvis. Hvað er Elvis? Hann var náttúruhamfarir á 20. öld, maður með gítar og mjaðmir sem hóf upp raust sína með þeim afleiðingum að jörðin titraði og björgin klofnuðu, gott ef rifnaði ekki musteristjaldið sjálft. Sú þrá að vera Elvis er ef til vill náskyld þránni eftir að vera hljóðvilltur og sennilega ber hún líka vott um nokkurs konar valdagræðgi og spámannsfýsn, – að vilja leiða lýðinn í nýjar lendur, – en umfram allt er það frelsisþrá. Sé eitthvað skylt með músík Megasar og Elvisar – framan af að minnsta kosti – þá er það lífsgleðin í henni, lífsþráin, óumræðileg frelsiskenndin. Eða eigum við frekar að segja: sjálf frelsiskrafan. Að heimta sinn rétt til að ólga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Megas er barn 20. aldarinnar en hann er líka einhvers konar afi hennar – nánast langafi. Rödd hans og fas, músíkin, textarnir, andrúmsloftið allt sem gegnsýrir list hans er vitaskuld óhugsandi án rokksins en hann hefði ekki heldur orðið sá sem hann er án þess að hafa látið síast inn í sig Braga Boddason, Egil, Hallgrím, Steingrím Thorsteinsson og Davíð Stefánsson, svo að eitthvað sé nefnt af skáldum sem hann hefur haft unun af að afbaka ljóð eftir, kveðskapur hans er gegnsýrður latínumennt, goðafræði og sálmakveðskap, – að viðbættri klassísku músíkinni og gamalli íslenskri sálmahefð sem manni virðist liggja til grundvallar sumu í tónsköpun hans. Og loks má nefna eitthvað sem svolítið erfitt er að koma orðum að en á ekki minnstan þátt í að gera hann svo ástsælan með þjóðinni sem raun ber vitni og mætti ef til vill kenna við klassíska íslenska meinfýsi, – hin gráa gamansemi - hundingsspott kallaði hann það sjálfur. Ég man eftir manni í verbúð í eyjum sumarið ´74 sem við félagarnir sungum fyrir kvæðið um Jón Arason og þrástagaðist allan þann dag á setningunni "þeir sörguðu af honum hausinn ha ha ha" – mér fundust þau viðbrögð dæmigerð fyrir viðtökur Íslendinga við kveðskap Megasar sem bæði hefur búið við meiri hylli sinna landsmanna en við gerum okkur kannski grein fyrir – og meiri andúð. Forsendurnar hjá Megasi eru aldagamlar. En hann er barn 20. aldarinnar, – hann er "Orfeus, rafmagnsbassisti í innheimum". Hann er þversagnarkenndur. Hann er utangarðsmaðurinn sem er innsti koppur í búri íslenskrar menningar. Hann er hinn nákvæmi óreglumaður, hinn meðvitaði skynfæraruglari. Hann er hinn klóki klerkur sem snýr á skrattann til að geta haft í ýmislegt snatt. Hann er safnarinn sem dregur jafnharðan dár að öllu því sem hann dregur að sér. Hann er í senn barnið í dalnum og ókindin. Hann er hirðskáld Basils fursta, finnur víddirnar í Hvell-Geira, tekur sér stöðu hjá Birkiland, þræðir afvegi og útskot íslenskrar menningar en er samt alltaf í þjóðbraut. Hann er íslenskuséníið sem þráir að vera hljóðvilltur og reynir með öllum tiltækum ráðum að verða sér úti um þágufallssýki eins og hún sé sjálf hin forboðna og sæluþrungna synd: þegar hann syngur "mér langar" heyrir maður að þarna er maður að drýgja unaðsfulla synd. Hann er spekingurinn sem ber á borð fyrir okkur þvætting. Hann er ólíkindatólið sem skyndilega afvopnar okkur með nístandi einlægni og fegurð, rugludallurinn sem orðar þegar minnst varir fyrirbæri, kenndir og ástand í eitt skipti fyrir öll. Hann gaf firrunni þegnrétt í íslenskum kveðskap. Hann fann ljóðrænunni stað á kömrunum. Hann lætur fábrotin sannindi hljóma eins og bull eða dúpa visku: lína úr söngnum Um raungildisendurmat umframstaðreynda sem er að finna á hinni framúrskarandi endurútgáfu Skífunnar frá 2002 á plötunni Á bleikum náttkjólum er dæmigerð: "sértu ekki stöðugur stafar það trúlega af því þú ert valtur". Svona línur vitja manns stundum á köldum dögum og þótt þær ylji manni ekki þá hjálpa þær manni að átta sig. Megas er glaðvær söngvari, í raun og veru glaðbeittur. Hann er Elvis-eftirherman sem hljómar stundum eins og langdrukkinn íslenskur sveitaprestur á 19. öld að tóna, stundum eins og ljúfur drengur, stundum eins og kátur púki - alltaf eins og rokk, glaðvær og ískyggilegur. Hann er Elviseftirherman sem hljómar aldrei eins og Elvis, nema þá sem stökkbreytt afbrigði af öðrum Elvisarnema, Bob Dylan - og samt er hann niðurstaða af Elvis. Hvað er Elvis? Hann var náttúruhamfarir á 20. öld, maður með gítar og mjaðmir sem hóf upp raust sína með þeim afleiðingum að jörðin titraði og björgin klofnuðu, gott ef rifnaði ekki musteristjaldið sjálft. Sú þrá að vera Elvis er ef til vill náskyld þránni eftir að vera hljóðvilltur og sennilega ber hún líka vott um nokkurs konar valdagræðgi og spámannsfýsn, – að vilja leiða lýðinn í nýjar lendur, – en umfram allt er það frelsisþrá. Sé eitthvað skylt með músík Megasar og Elvisar – framan af að minnsta kosti – þá er það lífsgleðin í henni, lífsþráin, óumræðileg frelsiskenndin. Eða eigum við frekar að segja: sjálf frelsiskrafan. Að heimta sinn rétt til að ólga.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun