Ríkið hækkar álögur á bensín 6. apríl 2005 00:01 "Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. Innan við tvö ár eru síðan bensíngjaldið var hækkað síðast í nóvember 2003 og fer nú tæp 31 króna af verði hvers bensínlítra til ríkisins. Gjaldið mun hækka um tvær krónur og ennfremur er gert ráð fyrir að bensíngjaldið hækki í takt við verðlagsþróun allt fjögurra ára vegáætlunartímarbilið. Er ástæðan hækkunarinnar sú að vega þurfi upp á móti minni tekjum ríkisins þegar þungaskattskerfið verður afnumið í júlí en áætlanir gera ráð fyrir að olíugjald það sem í staðinn komi skili ekki sömu tekjum. Runólfur segist ekkert skilja í yfirvöldum með þessari aðgerð. "Það skýtur skökku við að þegar verið er að innleiða kerfi sem er þjóðhagslega jákvæðara eins og verið er að gera með olíugjaldinu í stað þungaskatts að þá rísi upp annar angi ríkisins sem telur sig verða fyrir tekjutapi og þurfi að fá það bætt. Vegaskatturinn er eyrnamerkt skatttekja en ríkið hefur í fortíðinni klipið af þeim tekjum til nota annars staðar og ekki má gleyma þessu svokallaða vörugjaldi sem eru 11 krónur í viðbót af hverjum lítra bensíns og rennur í alls óskyld verkefni." Þannig mun ríkið fá beint 44 krónur af verði hvers lítra í byrjun júlí og eru þá ekki talin önnur gjöld, tollar og virðisaukaskattur sem einnig leggst á eldsneyti en allar erlendar spár gera ráð fyrir áframhaldandi verðhækkunum á eldsneyti á heimsmörkuðum á komandi mánuðum og árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
"Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. Innan við tvö ár eru síðan bensíngjaldið var hækkað síðast í nóvember 2003 og fer nú tæp 31 króna af verði hvers bensínlítra til ríkisins. Gjaldið mun hækka um tvær krónur og ennfremur er gert ráð fyrir að bensíngjaldið hækki í takt við verðlagsþróun allt fjögurra ára vegáætlunartímarbilið. Er ástæðan hækkunarinnar sú að vega þurfi upp á móti minni tekjum ríkisins þegar þungaskattskerfið verður afnumið í júlí en áætlanir gera ráð fyrir að olíugjald það sem í staðinn komi skili ekki sömu tekjum. Runólfur segist ekkert skilja í yfirvöldum með þessari aðgerð. "Það skýtur skökku við að þegar verið er að innleiða kerfi sem er þjóðhagslega jákvæðara eins og verið er að gera með olíugjaldinu í stað þungaskatts að þá rísi upp annar angi ríkisins sem telur sig verða fyrir tekjutapi og þurfi að fá það bætt. Vegaskatturinn er eyrnamerkt skatttekja en ríkið hefur í fortíðinni klipið af þeim tekjum til nota annars staðar og ekki má gleyma þessu svokallaða vörugjaldi sem eru 11 krónur í viðbót af hverjum lítra bensíns og rennur í alls óskyld verkefni." Þannig mun ríkið fá beint 44 krónur af verði hvers lítra í byrjun júlí og eru þá ekki talin önnur gjöld, tollar og virðisaukaskattur sem einnig leggst á eldsneyti en allar erlendar spár gera ráð fyrir áframhaldandi verðhækkunum á eldsneyti á heimsmörkuðum á komandi mánuðum og árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira