Er botninum náð? 5. apríl 2005 00:01 Ég sagði frá honum á þessum stað á sínum tíma, suður-afríska hryðjuverkamanninum fyrrverandi, sem ók mér suður á Góðrarvonarhöfða um árið og lýsti því fyrir mér, hvernig villiarmur Afríska þjóðarráðsins fékk menn eins og hann til að vinna voðaverk. Listin var að byrja smátt, fá menn til að sprengja fyrst meinlausar smábombur og fikra sig síðan upp á skaftið. Þetta er alsiða í glæpafélögum: menn fá ekki inngöngu, nema þeir hafi sýnt og sannað, að þeir geti framið glæp. Það var þetta, sem brennuvargur Íslands átti við, þegar hann sagði eftir misheppnaða íkveikju, að það þýddi ekkert annað en að fá stálheiðarlega menn til að kveikja í fyrir sig. Þessi einfalda undirheimaregla þjónar tvennum tilgangi: hún tryggir samsekt og innsiglar með því móti trúnað manna við málstaðinn, og hún slævir siðvit þeirra og gerir þá smám saman ónæma fyrir illvirkjunum, sem þeir eru fengnir til að fremja. Siðaveiklunin verður smám saman að siðblindu. Þessi einfalda undirheimaregla bregður ljósi á stjórnmálaþróun Íslands undangengin ár. Hvernig? Árið 1983 færðu núverandi ríkisstjórnarflokkar útvegsmönnum fiskimiðin umhverfis landið á silfurfati. Stjórnarandstaðan æmti hvorki né skræmti og ekki heldur verklýðshreyfingin. Kvótalögin komu stjórnarflokkunum á bragðið, og þeir hafa síðan reitt fram hvern silfurbakkann á eftir öðrum eins og eftir rússneskri forskrift, t.d. bankana, þar sem þeir silfurbakkabræður Finnur Ingólfsson og Kjartan Gunnarsson sitja nú hvor í sínu bankaráðinu með gamla laginu. Og nú er Síminn næstur. Eitt leiðir af öðru eftir reglunni. Flokkar og menn, sem hafa látið sig hafa það að svipta þjóð sína dýrmætri sameign, verða smám saman ónæmir fyrir þeirri almennu hneykslan, sem atferli þeirra vekur. Þá munar þá t.d. ekkert um það heldur að sölsa undir sig og sína æ fleiri embætti, sem þeir eru óhæfir til að gegna. Það er engin tilviljun, að klíkuskapur í ráðningum á vegum ríkisins hefur keyrt um þverbak undangengin ár. Og þá munar ekkert um það heldur að reyna jafnvel að loka fjölmiðlum öðrum en þeim, sem þeir þykjast hafa í vasanum, eða brjóta stjórnarskrána. Ónæmið fyrir andúð almennings sljóvgar tilfinningu þeirra fyrir almennu velsæmi, og þá byrja þeir smám saman að reka sig á veggi - og rotast á endanum. Vandinn liggur ekki endilega eða a.m.k. ekki eingöngu í einstaklingunum, sem gera sig seka um velsæmisrof, heldur einnig í veikri bygginu okkar unga lýðveldis, sem veitir þeim ónógt aðhald og eftirlit, svo að óprúttnir menn hljóta þá að ganga á lagið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa að undanförnu greitt sjálfum sér hvert rothöggið á eftir öðru. Atlaga stjórnarflokkanna að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarskránni í fyrra og nú síðast að fréttastofu Ríkisútvarpsins vitnar um áunninn skort á virðingu fyrir almennu velsæmi. Vandinn er ekki bundinn við núverandi stjórnarflokka. Seðlabankinn hefur mátt sæta sams konar aðförum hvað eftir annað mörg undangengin ár: þangað hafa um langt skeið valizt til bankastjórastarfa menn, sem fæstir höfðu neitt fram að færa nema flokksskírteinið og sem hvergi nokkurs staðar í nálægum löndum væru ráðnir til slíkra starfa. Ætla má, að Seðlabankinn nyti nú meira álits meðal almennings og meira trausts, ef starfsfólkið í bankanum hefði tekið höndum saman og hrundið þessum atlögum af höndum sér með sama hætti og starfsfólk Útvarpsins hefur nú gert. Fólkið í landinu mun því geta treyst fréttum Útvarpsins enn um sinn. Seðlabankinn er á hinn bóginn í sama vanda staddur og áður: hann á að heita sjálfstæður skv. nýjum lögum frá 2001, en hann getur ekki með góðu móti rækt þá lagaskyldu sína að halda verðbólgu tryggilega í skefjum vegna þess, að bankastjórnin er að tveim þriðju hlutum skipuð erindrekum stjórnarflokkanna og hefur auk þess enga sjálfstæða burði til þess að vinna þau verk, sem henni eru ætluð. Seðlabankanum hefur mistekizt að halda aftur af útlánaþenslunni undangengin misseri, enda þótt hann hafi hækkað vexti. Varnaðarorð bankans eru að engu höfð. Hvernig á Seðlabankinn að geta vandað um við ríkisstjórnina, svo sem lög gera ráð fyrir og tíðkast í nálægum löndum? Hvernig á Ketill skrækur að geta skammað Skugga-Svein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Ég sagði frá honum á þessum stað á sínum tíma, suður-afríska hryðjuverkamanninum fyrrverandi, sem ók mér suður á Góðrarvonarhöfða um árið og lýsti því fyrir mér, hvernig villiarmur Afríska þjóðarráðsins fékk menn eins og hann til að vinna voðaverk. Listin var að byrja smátt, fá menn til að sprengja fyrst meinlausar smábombur og fikra sig síðan upp á skaftið. Þetta er alsiða í glæpafélögum: menn fá ekki inngöngu, nema þeir hafi sýnt og sannað, að þeir geti framið glæp. Það var þetta, sem brennuvargur Íslands átti við, þegar hann sagði eftir misheppnaða íkveikju, að það þýddi ekkert annað en að fá stálheiðarlega menn til að kveikja í fyrir sig. Þessi einfalda undirheimaregla þjónar tvennum tilgangi: hún tryggir samsekt og innsiglar með því móti trúnað manna við málstaðinn, og hún slævir siðvit þeirra og gerir þá smám saman ónæma fyrir illvirkjunum, sem þeir eru fengnir til að fremja. Siðaveiklunin verður smám saman að siðblindu. Þessi einfalda undirheimaregla bregður ljósi á stjórnmálaþróun Íslands undangengin ár. Hvernig? Árið 1983 færðu núverandi ríkisstjórnarflokkar útvegsmönnum fiskimiðin umhverfis landið á silfurfati. Stjórnarandstaðan æmti hvorki né skræmti og ekki heldur verklýðshreyfingin. Kvótalögin komu stjórnarflokkunum á bragðið, og þeir hafa síðan reitt fram hvern silfurbakkann á eftir öðrum eins og eftir rússneskri forskrift, t.d. bankana, þar sem þeir silfurbakkabræður Finnur Ingólfsson og Kjartan Gunnarsson sitja nú hvor í sínu bankaráðinu með gamla laginu. Og nú er Síminn næstur. Eitt leiðir af öðru eftir reglunni. Flokkar og menn, sem hafa látið sig hafa það að svipta þjóð sína dýrmætri sameign, verða smám saman ónæmir fyrir þeirri almennu hneykslan, sem atferli þeirra vekur. Þá munar þá t.d. ekkert um það heldur að sölsa undir sig og sína æ fleiri embætti, sem þeir eru óhæfir til að gegna. Það er engin tilviljun, að klíkuskapur í ráðningum á vegum ríkisins hefur keyrt um þverbak undangengin ár. Og þá munar ekkert um það heldur að reyna jafnvel að loka fjölmiðlum öðrum en þeim, sem þeir þykjast hafa í vasanum, eða brjóta stjórnarskrána. Ónæmið fyrir andúð almennings sljóvgar tilfinningu þeirra fyrir almennu velsæmi, og þá byrja þeir smám saman að reka sig á veggi - og rotast á endanum. Vandinn liggur ekki endilega eða a.m.k. ekki eingöngu í einstaklingunum, sem gera sig seka um velsæmisrof, heldur einnig í veikri bygginu okkar unga lýðveldis, sem veitir þeim ónógt aðhald og eftirlit, svo að óprúttnir menn hljóta þá að ganga á lagið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa að undanförnu greitt sjálfum sér hvert rothöggið á eftir öðru. Atlaga stjórnarflokkanna að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarskránni í fyrra og nú síðast að fréttastofu Ríkisútvarpsins vitnar um áunninn skort á virðingu fyrir almennu velsæmi. Vandinn er ekki bundinn við núverandi stjórnarflokka. Seðlabankinn hefur mátt sæta sams konar aðförum hvað eftir annað mörg undangengin ár: þangað hafa um langt skeið valizt til bankastjórastarfa menn, sem fæstir höfðu neitt fram að færa nema flokksskírteinið og sem hvergi nokkurs staðar í nálægum löndum væru ráðnir til slíkra starfa. Ætla má, að Seðlabankinn nyti nú meira álits meðal almennings og meira trausts, ef starfsfólkið í bankanum hefði tekið höndum saman og hrundið þessum atlögum af höndum sér með sama hætti og starfsfólk Útvarpsins hefur nú gert. Fólkið í landinu mun því geta treyst fréttum Útvarpsins enn um sinn. Seðlabankinn er á hinn bóginn í sama vanda staddur og áður: hann á að heita sjálfstæður skv. nýjum lögum frá 2001, en hann getur ekki með góðu móti rækt þá lagaskyldu sína að halda verðbólgu tryggilega í skefjum vegna þess, að bankastjórnin er að tveim þriðju hlutum skipuð erindrekum stjórnarflokkanna og hefur auk þess enga sjálfstæða burði til þess að vinna þau verk, sem henni eru ætluð. Seðlabankanum hefur mistekizt að halda aftur af útlánaþenslunni undangengin misseri, enda þótt hann hafi hækkað vexti. Varnaðarorð bankans eru að engu höfð. Hvernig á Seðlabankinn að geta vandað um við ríkisstjórnina, svo sem lög gera ráð fyrir og tíðkast í nálægum löndum? Hvernig á Ketill skrækur að geta skammað Skugga-Svein?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun