Rússar stöðva framkvæmdir 31. mars 2005 00:01 Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Misskilningur rússneskra ráðamanna í Moskvu olli því að sex fjögurra metra stálstöplar voru reistir á grunni nýrrar byggingar í bakgarði rússneska sendiráðsins í trássi við beiðni borgaryfirvalda um að stöðva allar framkvæmdir á lóðinni. Þetta segir Andrei Melnikov, sendiráðsfulltrúi sendiráðs Rússlands á Íslandi. Rússneska sendiráðið hóf byggingu 400 fermetra húsnæðis sem er sjö metra hátt á lóðinni fyrir aftan sendiráð Rússlands í Garðarstræti 33 án þess að sækja um tilskilin byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar athugasemda frá nágrönnum í desember var sendiráðinu gert að stöðva byggingarframkvæmdir á meðan unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið, svo afgreiða megi byggingarleyfisumsókn. Melnikov segir að öllum framkvæmdum hafi verið hætt fyrir viku. "Yfirmenn í Moskvu héldu að einhver hluti leyfis hefði fengist hjá borgaryfirvöldum og því voru þessir stálstöplar reistir. Um leið og við komumst að því að svo var ekki var öll vinna stöðvuð," segir Melnikov. Nágrannar sendiráðsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu Fréttablaðinu að Rússarnir hefðu unnið sleitulaust á byggingarstaðnum allt frá því í september og að þeir hafi gert meira en að reisa stálstöplana frá því í desember. Melnikov segir að rússnesk yfirvöld hafi staðið í þeirri trú að vandamálið væri fólgið í því byggingin væri of nálægt lóðamörkum. "Borgaryfirvöld óskuðu eftir því að við færðum bygginguna inn á lóðina um að minnsta kosti þrjá metra og að ef svo yrði gert þyrfti sendiráðið ekki að ganga í gegnum svo ítarlega málskynningu. Sendiráðið uppfyllti þessa ósk og færði bygginguna í planinu um 4,9 metra inn í lóðina," segir Melnikov. Hann segir að rússneska sendiráðið vilji fyrir alla muni eiga góð samskipti við nágranna. "Við viljum búa í sátt við þá og eigum von á því að málamiðlunarlausn verði fundin," segir hann. Skipulags- og byggingarnefnd tekur málið til umfjöllunar á miðvikudag. Skúrar undir byggingarefni. Reistir hafa verið fjölmargir skúrar í baklóð sendiráðsins í Garðastræti 33 og 35. Borgaryfirvöld hafa fengið þær skýringar að skúrarnir hýsi byggingarefni.MYND/GVA
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira