Sýslumaður krafinn skýringa 29. mars 2005 00:01 Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Persónuvernd krefur Sýslumanninn í Reykjavík um skýringar á því hvers vegna möppur, sem geyma nöfn hundraða einstaklinga sem meðal annars stóðu í forræðis- og skilnaðardeilum, fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð. Sýslumaður sjálfur segist ekkert botna í þessu og þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni. Möppur, sem fundust á bak við hús Sýslumannsembættisins í Reykjavík, geymdu nöfn hundruð einstaklinga sem tengjast forræðisdeilum, meðlagsdeilum og skilnaðar- og faðernismálum sem embættið tók fyrir á árunum 1992 til 1994. Fréttastofan hefur rætt við ýmsa menn sem nefndir eru í skjölunum, menn sem tengjast bæði í fjölmiðlum og stjórnkerfinu, og eru þeir forviða á því að slíkar upplýsingar skuli ekki vera betur geymdar. Enginn þeirra vill koma fram undir nafni í tengslum við þetta mál en einn þeirra sagðist ætla að senda sýslumanni kvörtunarbréf. Sýslumaðurinn í Reykjavík, Rúnar Guðjónsson, hóf rannsókn málsins í morgun og óskaði eftir að fá möppuna, sem Stöð 2 hefur haft undir höndum, afhenta. Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður Stöðvar 2, afhenti honum möppuna í dag. Aðspurður hvort embættið hyggist biðja þá menn sem nefndir séu í möppunni afsökunar segir Rúnar að verið sé að fara yfir málið og hann geti ekkert sagt um það. Rúnar segist aðspurður ekki hafa nokkra trú á því að frekari gögn finnist á víðavangi, þetta hafi aldrei gerst áður og hann botni ekkert í þessu. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist líta málið alvarlegum augum. Kannað verði hvað fór úrskeiðis en ljóst sé að þeim reglum sem embættinu eru settar um meðferð persónugagna hafi ekki verið fylgt. Aðspurð hvort Persónuvernd hafi fylgst með því hvernig gögn séu geymd hjá Sýslumanninum í Reykjavík neitar Sigrún því. Verið sé fara yfir öryggismál hjá nokkrum opinberum stofnunum og einkaaðilum en ekki hafi gefist tími til að kanna málin hjá sýslumannsembættunum. Þeir sem nefndir eru á nafn í gögnunum eiga ekki rétt á bótum samkvæmt íslenskum lögum um persónuvernd. Sigrún segir þó að það hafi komið til tals að breyta lögunum. Hún segir aðspurð að þeir sem orðið hafi fyrir þessu geti beðið um afsökunarbeiðni og skýringar hjá embætttinu á því hvað hafi gerst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira