Þurfa ekki atvinnuleyfi í maí 2006 24. mars 2005 00:01 Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Borgarar átta nýrra ríkja í Evrópusambandinu mega koma hingað til lands og vinna án sérstaks atvinnuleyfis frá og með 1. maí 2006, að öllu óbreyttu. Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að færa þá dagsetningu framar. Félagsmálaráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga. Hún hefur einungis smávægilegar breytingar í för með sér, svo sem það að nú verða erlend heilbrigðisvottorð tekin gild. Í þriðju grein reglugerðarinnar kemur fram að ríkisborgarar í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, þeirra makar og börn undir 21 árs aldri eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi. Svohljóðandi bráðabirgðaákvæði fylgir þó reglugerðinni: Ákvæði a.-c.-liðar 3. greinar taka þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklands og Ungverjalands til að starfa hér á landi fyrr en 1. maí 2006. Það er skortur á vinnuafli á Íslandi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að fólk frá þessum löndum vill koma hingað að vinna og atvinnurekendur vilja ráða það. Væri ekki hægt að fella niður þetta bráðabirgðaákvæði og leyfa borgurum þessara ríkja að koma hingað strax að vinna án þess að atvinnuleyfis sé krafist í stað þess að bíða í rúmt ár þegar stóriðjuframkvæmdir verða langt komnar og ef til vill farið að hægja á hjólum efnahagslífsins? Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að ákvörðun um að nýta heimild til að takmarka frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum um tíma hafi verið tekin í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyrir rúmu ári. Hann telur sjálfur að það hafi verið skynsamlegast að setja þessar takmarkanir því ef Ísland hefði verið eitt fárra landa sem ekki gerði það hefði þrýstingurinn aukist til muna og óvíst að allir hefðu verið sáttir við það. Ekki er búið að ákveða hvort þessi tímamörk verða framlengd, eins og leyfi er fyrir í samningnum, og Árni segir sé alveg víst að bráðabirgðaákvæðið verði ekki fellt niður fyrir 1. maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira