Sveitarfélögum klesst upp við vegg 21. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira