Gerðu þrettán tölvur upptækar 15. mars 2005 00:01 Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar. Átta tölvur, diskar og myndbandsspólur voru teknar í leit í þremur húsum í Reykjavík og voru þrír handteknir og yfirheyrðir þar sem töluvert af barnaklámi fannst. Í Kópavogi var gerð leit í einu fyrirtæki þar sem lagt var hald á þrjár tölvur. Leitað var í einu húsi á Akureyri og tók lögreglan tvær tölvur í sína vörslu. Rannsóknir á málunum í Kópavogi og á Akureyri eru skammt á veg komnar og hefur enginn verið handtekinn vegna þeirra. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir leitina í húsunum þremur í Reykjavík hafa tekist vel. Lögreglan í Finnlandi hafi verið að rannsaka barnaklámsmál þar í landi og þá hafi komið ljós tengingar við Ísland. Þessar upplýsingar hafi borist lögreglunni í gegnum Ríkislögreglustjóra og farið hafi verið aðgerðir á þremur stöðum í gær og þær hafi borið árangur. Hörður segir að þrír menn á þrítugsaldri hafi verið teknir til yfirheyrslu og að lögreglan telji sig hafa náð utan um málið. Hörður segir ekki grun um það hér á landi að börn hafi verið beitt kynferðisofbeldi í þessum málum. Aðspurður hvernig rannsókninni miði segir hann að hún sé langt komin. Brot mannanna felist í því að hafa barnaklám í sinni vörslu en eftir eigi að skoða tölvurnar betur til þess að komast að því um hversu mikið magn sé að ræða. Þetta hafi fyrst og fremst verið myndir á tölvutæku formi, myndir sem sóttar hafi verið á Netið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar. Átta tölvur, diskar og myndbandsspólur voru teknar í leit í þremur húsum í Reykjavík og voru þrír handteknir og yfirheyrðir þar sem töluvert af barnaklámi fannst. Í Kópavogi var gerð leit í einu fyrirtæki þar sem lagt var hald á þrjár tölvur. Leitað var í einu húsi á Akureyri og tók lögreglan tvær tölvur í sína vörslu. Rannsóknir á málunum í Kópavogi og á Akureyri eru skammt á veg komnar og hefur enginn verið handtekinn vegna þeirra. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir leitina í húsunum þremur í Reykjavík hafa tekist vel. Lögreglan í Finnlandi hafi verið að rannsaka barnaklámsmál þar í landi og þá hafi komið ljós tengingar við Ísland. Þessar upplýsingar hafi borist lögreglunni í gegnum Ríkislögreglustjóra og farið hafi verið aðgerðir á þremur stöðum í gær og þær hafi borið árangur. Hörður segir að þrír menn á þrítugsaldri hafi verið teknir til yfirheyrslu og að lögreglan telji sig hafa náð utan um málið. Hörður segir ekki grun um það hér á landi að börn hafi verið beitt kynferðisofbeldi í þessum málum. Aðspurður hvernig rannsókninni miði segir hann að hún sé langt komin. Brot mannanna felist í því að hafa barnaklám í sinni vörslu en eftir eigi að skoða tölvurnar betur til þess að komast að því um hversu mikið magn sé að ræða. Þetta hafi fyrst og fremst verið myndir á tölvutæku formi, myndir sem sóttar hafi verið á Netið
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira