Keppast um hylli Háskólans í Rvk. 13. mars 2005 00:01 Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira