Væri nær að stytta grunnskólanám? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. [email protected]
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun