Íslenskir dómstólar hlíti EFTA 2. mars 2005 00:01 Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira