Krónan hefur kallað á stríð 28. febrúar 2005 00:01 Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Krónan tók nýja verðstefnu í gagnið um helgina, að sögn Hróars Björnssonar rekstrarstjóra fyrirtækisins. Hann sagði, að þar með hefði hún kallað á verðstríð sem væri komið til að vera. "Við ætlum ekkert að beygja okkur," sagði hann. "Samfara nýju verðstefnunni leggjum við áherslu á nauðsynjavörurnar. Við ætlum fyrst og fremst að vera með samkeppnishæfar vörur og vera mjög virk í samkeppninni." Hróar sagði, að hin nýja verðstefna hefði tekið gildi á laugardag. Krónan ætlaði sér að vera mjög nærri Bónus í verðum. "Við erum búnir að kalla á stríð," sagði hann. Spurður hvað þær lækkanir sem orðið hefðu í Krónunni um helgina myndu vega í matarkörfunni sagði Hróar að það lægi ekki nákvæmlega fyrir. "Við lækkuðum sumar vörur um allt að 25 prósent. Þannig voru mjólkurvörurnar keyrðar niður ásamt þurrvörunni." Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri í Bónusi sagði að neytendur hefðu getað treyst lágu vöruverði í Bónus - verslunum og þar yrði engin breyting á. "Bónus verður lægst eins og verið hefur. Krónan er að lækka örfáa vöruflokka og við munum bregðast við því. Við erum að skanna 1000 - 1500 vörunúmer hjá þeim á hverjum degi og þar munar í heildina yfir 16 prósentum hvað þeir eru dýrari heldur en Bónus" Hróar sagði að Krónumenn kæmu til með að verða mjög virkir í verðstríðinu. Þeim hefði verið tekið gríðarlega vel um helgina og þeir myndu halda ótrauðir áfram. Nettó mun einnig taka virkan þátt í verðstríðinu að sögn Guðjóns Stefánssonar framkvæmdastjóra. "Við fylgjum markaðinum eins og hann er hverju sinni," sagði hann. "Við höfum verið með lægstu verð í landinu, stundum ásamt með öðrum, og við ætlum okkur að halda því áfram. Við höfum fært til verð um á 6 - 800 liðum í síðustu viku, en breyttum áður verði á um það bil 100 liðum vikulega
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira