Löng bið eftir fáum úrræðum 21. febrúar 2005 00:01 Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira