Lögreglufréttir 20. febrúar 2005 00:01 Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags. Einhver óboðinn hafði farið inn í ólæst húsið. Málið er óupplýst og í rannsókn lögreglunnar í Keflavík. Sparkað í banka Rúða var brotin í Landsbankanum í Grindavík aðfaranótt sunnudags rétt eftir miðnætti. Maður sást sparka í rúðu að dyrum hraðbankans tíu mínútur yfir eitt og fara síðan upp í bifreið sem var ekið á brott. Kýldur á þorrablóti Dyravörður á þorrablóti í einum minni bæja Ísafjarðarbæjar hefur kært líkamsárás til lögreglu. Maðurinn var kýldur í andlitið. Lögreglan veit hver var að verki og á eftir að yfirheyra manninn. Það verður gert nú í vikunni. Bifreið ekið á ljósastaura Fólksbifreið var ekið á tvo ljósastaura á Drottningarbraut á Akureyri í fyrrinótt. Hvorki ökumaður né farþegi slösuðust. Lögreglan segir ekki vitað um orsök en allt bendi til að bifreiðinni hafi verið ekið ógætilega. Bifreiðin er mikið skemmd. Ölvaður á miklum hraða Maður rétt um tvítugt var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða í fyrrinótt. Maðurinn var einn í bílnum á 129 kílómetra hraða þegar hann náðist. Hálka var á vegum. Lögreglan í Borgarnesi tók einnig ungan mann grunaðan um ölvunarakstur í Borgarnesi í fyrrinótt. Dóp í Neskaupstað Karlmaður milli fertugs og fimmtugs var handtekinn með lítilræði af hassi í Neskaupstað í gær. Talið er að efnið hafi verið ætlað til einkaneyslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags. Einhver óboðinn hafði farið inn í ólæst húsið. Málið er óupplýst og í rannsókn lögreglunnar í Keflavík. Sparkað í banka Rúða var brotin í Landsbankanum í Grindavík aðfaranótt sunnudags rétt eftir miðnætti. Maður sást sparka í rúðu að dyrum hraðbankans tíu mínútur yfir eitt og fara síðan upp í bifreið sem var ekið á brott. Kýldur á þorrablóti Dyravörður á þorrablóti í einum minni bæja Ísafjarðarbæjar hefur kært líkamsárás til lögreglu. Maðurinn var kýldur í andlitið. Lögreglan veit hver var að verki og á eftir að yfirheyra manninn. Það verður gert nú í vikunni. Bifreið ekið á ljósastaura Fólksbifreið var ekið á tvo ljósastaura á Drottningarbraut á Akureyri í fyrrinótt. Hvorki ökumaður né farþegi slösuðust. Lögreglan segir ekki vitað um orsök en allt bendi til að bifreiðinni hafi verið ekið ógætilega. Bifreiðin er mikið skemmd. Ölvaður á miklum hraða Maður rétt um tvítugt var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða í fyrrinótt. Maðurinn var einn í bílnum á 129 kílómetra hraða þegar hann náðist. Hálka var á vegum. Lögreglan í Borgarnesi tók einnig ungan mann grunaðan um ölvunarakstur í Borgarnesi í fyrrinótt. Dóp í Neskaupstað Karlmaður milli fertugs og fimmtugs var handtekinn með lítilræði af hassi í Neskaupstað í gær. Talið er að efnið hafi verið ætlað til einkaneyslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira