Landsvirkjun verður hlutafélag 17. febrúar 2005 00:01 Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira