Helmingi fleiri nefna Ingibjörgu 2. febrúar 2005 00:01 Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Rúmlega 63 prósent telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar, en einungis 32 prósent nefna núverandi formann, Össur Skarphéðinsson. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma. Ef einungis er litið til þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna er munurinn enn meiri. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu telja tæp 77 prósent að Ingibjörg Sólrún taki við formennsku, en rúm 21 prósent telja að Össur haldi áfram. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir að hann telji Össur enga möguleika eiga á sigri. Staðan hans hafi þó batnað síðan fyrir einu til tveimur árum. Síðan fyrir kosningar hafi staða Ingibjargar Sólrúnar veikst, en það fylgi því að vera ekki á þingi. "Össur er sterkur í flokknum, fyrir utan að njóta meiri vinsemdar í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. En það er erfitt að sjá fyrir sér að hann vinni þennan slag. Hann sagði sjálfur að hann sæi Ingibjörgu Sólrúnu fyrir sér sem framtíðarleiðtoga." Gunnar Helgi segir erfitt að meta stöðu þeirra tveggja í formannskosningunni út frá öðrum baráttum um formannsembætti stjórnmálaflokks. "Það er nærtækast að bera saman Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson árið 1991. En þar var munurinn mun minni á milli frambjóðendanna. Þar gat enginn sagt fyrir fram hvernig myndi fara, þrátt fyrir að menn hafi gert því skóna að Davíð yrði framtíðarleiðtogi flokksins." Gunnar Helgi man ekki eftir formannsslag þar sem sitjandi formaður hafði svo slaka stöðu. Ekki er búið að ákveða hvenær kosning hefst. Nú eru um 14.000 á kjörskrá, og verður kosið um formanninn meðal flokksmanna Samfylkingarinnar í póstkosningu, um það bil mánuði áður en landsfundur flokksins hefst. Búið er að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir kosningarnar, en í henni sitja Flosi Eiríksson, Jón Gunnar Ottósson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira