Minningabankinn 25. janúar 2005 00:01 Það þarf ekki alltaf mikið til. Ánægjulegt spjall við kvöldverðarboðið getur gert ágætt gagn. Stutt gönguferð eða kakóbolli við arininn. En ávöxtunin er góð. Í hvert sinn sem við leggjum inn í minningabankann vex innistæðan dag frá degi, ár frá ári, miklu meira en við sjáum nokkurn tíma í venjulegum peningabönkum. Minningabankinn er dýrmætasti og verðmætasti bankinn. Þar getum við lagt inn án útláta og við getum tekið út hvenær sem okkur hentar án þess að rýra innistæðuna. Þangað sækjum við verðmæti þegar okkur líður illa, þegar okkur gengur illa að sofna á kvöldin, þegar við leggjumst í veikindi og þegar við eldumst og höfum minna umleikis. Og alltaf er nóg innistæða, þ.e.a.s. ef við höfum gætt þess að leggja inn. Börnin okkar eiga ekki eftir að sækja þangað minningar um langtímasetu við tölvuleiki eða sjónvarpsáhorf. Meðan við berum ábyrgð á börnum berum við einnig ábyrgð á að leggja inn í minningabankann þeirra og með þeim hætti að þau kunni sjálf að bæta við innistæðuna þegar þau eldast. Meðal verðmæta má t.d. nefna snjóþotuferðir, skíðaferðir, gönguferðir, spil á spil og leiki ýmiskonar. Meðal innleggja í okkar eigin minningabanka, okkar sem fullorðin teljast, eru stundir með góðum vinum og með fjölskyldunni líka dýrmætust. Og trúlega leggjum við flest of sjaldan inn. Það er auðvelt að kalla til sín góða vini í tebolla eða mæta til þeirra með vínber í poka til að rifja upp gamlar minningar og bæta jafnframt við innistæðuna í minningabankanum. En einhvern veginn virðist lífsgæðakapphlaupið verða ofan á. Umhverfið krefst þess að við vinnum langan vinnudag, öflum fjár og meiri fjár til að eignast meira, kaupa stærra hús, stærri bíl, fara í fleiri utanlandsferðir, kaupa fleiri og dýrari föt, fara á kaffihús, út að borða og í líkamsræktina. Allt kostar þetta peninga og þar með tíma okkar. Tíma sem stundum væri betur varið með öðrum hætti. Sumt verður ekki metið til fjár, þar á meðal það dýrmætasta sem við eigum eins og t.d. fjölskyldan og vinirnir. Samt verjum við stærri hluta okkar dýrmæta tíma í að afla fjár en til að sinna raunverulegum verðmætum svo sem fjölskyldunni. Það má samt ekki skilja þessi orð svo að peningar séu einskis virði eða af hinu illa. Peningar eru afl góðra hluta og án þeirra eigum við hvorki þak yfir höfuðið né mat að borða í nútíma samfélagi. Þetta er frekar spurning um forgangsröðun, hvenær við eigum nóg af því sem keypt verður fyrir peninga og ættum frekar að verja tíma okkar í annað en að afla meiri peninga. Þurfa virkilega allir að vinna úti allan daginn, 9-11 stundir á dag, eins og virðist algengt? Er það nauðsynlegt fyrir sálarheill barna að foreldrar þeirra vinni báðir úti allan daginn þannig að þau þurfi að verja 9 klukkutímum á dag í dagvist? Gæti fjölskyldan komist af með minna af peningum milli handanna og fengið þess í stað dýrmætari samverustundir? Til skamms tíma var algengt að ungar mæður ynnu hlutastarf og væru þar með heima hjá börnum sínum stóran hluta dagsins. Vissulega bar fjölskyldan minna úr býtum af beinhörðum peningum en hún var sett í forgangssæti, peningar komu þar á eftir. Þetta var kynslóðin sem gerði uppreisn gegn heimavinnu húsmæðra, ungu konurnar sem kröfðust þess að vinna utan heimilis þótt þær eignuðust börn. Þær gengu þó almennt ekki lengra en svo í uppreisn gegn gildandi viðhorfum þess tíma að þær létu sér nægja að vinna hluta úr degi. Sá tími kemur ekki aftur og ljóst að leikskólar skipta orðið miklu máli í uppeldi barna. En það hlýtur að mega stytta vinnutíma barna úr 9 klukkustundum á dag, því leikskólinn er í raun vinnustaður barnanna, alveg eins og grunnskólinn verður við 6 ára aldurinn. Þegar kemur að því að börnin okkar fara að sækja innistæðuna sína í minningabankann verða innistæður þeirra í formi samverustunda með fjölskyldunni töluvert dýrmætari en tölvuleikirnir og jafnvel utanlandsferðirnar. Dýrmætustu stundirnar kosta oft minnst í beinhörðum peningum en ávaxtast best í minningabankanum þegar fram líða stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Það þarf ekki alltaf mikið til. Ánægjulegt spjall við kvöldverðarboðið getur gert ágætt gagn. Stutt gönguferð eða kakóbolli við arininn. En ávöxtunin er góð. Í hvert sinn sem við leggjum inn í minningabankann vex innistæðan dag frá degi, ár frá ári, miklu meira en við sjáum nokkurn tíma í venjulegum peningabönkum. Minningabankinn er dýrmætasti og verðmætasti bankinn. Þar getum við lagt inn án útláta og við getum tekið út hvenær sem okkur hentar án þess að rýra innistæðuna. Þangað sækjum við verðmæti þegar okkur líður illa, þegar okkur gengur illa að sofna á kvöldin, þegar við leggjumst í veikindi og þegar við eldumst og höfum minna umleikis. Og alltaf er nóg innistæða, þ.e.a.s. ef við höfum gætt þess að leggja inn. Börnin okkar eiga ekki eftir að sækja þangað minningar um langtímasetu við tölvuleiki eða sjónvarpsáhorf. Meðan við berum ábyrgð á börnum berum við einnig ábyrgð á að leggja inn í minningabankann þeirra og með þeim hætti að þau kunni sjálf að bæta við innistæðuna þegar þau eldast. Meðal verðmæta má t.d. nefna snjóþotuferðir, skíðaferðir, gönguferðir, spil á spil og leiki ýmiskonar. Meðal innleggja í okkar eigin minningabanka, okkar sem fullorðin teljast, eru stundir með góðum vinum og með fjölskyldunni líka dýrmætust. Og trúlega leggjum við flest of sjaldan inn. Það er auðvelt að kalla til sín góða vini í tebolla eða mæta til þeirra með vínber í poka til að rifja upp gamlar minningar og bæta jafnframt við innistæðuna í minningabankanum. En einhvern veginn virðist lífsgæðakapphlaupið verða ofan á. Umhverfið krefst þess að við vinnum langan vinnudag, öflum fjár og meiri fjár til að eignast meira, kaupa stærra hús, stærri bíl, fara í fleiri utanlandsferðir, kaupa fleiri og dýrari föt, fara á kaffihús, út að borða og í líkamsræktina. Allt kostar þetta peninga og þar með tíma okkar. Tíma sem stundum væri betur varið með öðrum hætti. Sumt verður ekki metið til fjár, þar á meðal það dýrmætasta sem við eigum eins og t.d. fjölskyldan og vinirnir. Samt verjum við stærri hluta okkar dýrmæta tíma í að afla fjár en til að sinna raunverulegum verðmætum svo sem fjölskyldunni. Það má samt ekki skilja þessi orð svo að peningar séu einskis virði eða af hinu illa. Peningar eru afl góðra hluta og án þeirra eigum við hvorki þak yfir höfuðið né mat að borða í nútíma samfélagi. Þetta er frekar spurning um forgangsröðun, hvenær við eigum nóg af því sem keypt verður fyrir peninga og ættum frekar að verja tíma okkar í annað en að afla meiri peninga. Þurfa virkilega allir að vinna úti allan daginn, 9-11 stundir á dag, eins og virðist algengt? Er það nauðsynlegt fyrir sálarheill barna að foreldrar þeirra vinni báðir úti allan daginn þannig að þau þurfi að verja 9 klukkutímum á dag í dagvist? Gæti fjölskyldan komist af með minna af peningum milli handanna og fengið þess í stað dýrmætari samverustundir? Til skamms tíma var algengt að ungar mæður ynnu hlutastarf og væru þar með heima hjá börnum sínum stóran hluta dagsins. Vissulega bar fjölskyldan minna úr býtum af beinhörðum peningum en hún var sett í forgangssæti, peningar komu þar á eftir. Þetta var kynslóðin sem gerði uppreisn gegn heimavinnu húsmæðra, ungu konurnar sem kröfðust þess að vinna utan heimilis þótt þær eignuðust börn. Þær gengu þó almennt ekki lengra en svo í uppreisn gegn gildandi viðhorfum þess tíma að þær létu sér nægja að vinna hluta úr degi. Sá tími kemur ekki aftur og ljóst að leikskólar skipta orðið miklu máli í uppeldi barna. En það hlýtur að mega stytta vinnutíma barna úr 9 klukkustundum á dag, því leikskólinn er í raun vinnustaður barnanna, alveg eins og grunnskólinn verður við 6 ára aldurinn. Þegar kemur að því að börnin okkar fara að sækja innistæðuna sína í minningabankann verða innistæður þeirra í formi samverustunda með fjölskyldunni töluvert dýrmætari en tölvuleikirnir og jafnvel utanlandsferðirnar. Dýrmætustu stundirnar kosta oft minnst í beinhörðum peningum en ávaxtast best í minningabankanum þegar fram líða stundir.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun