Stuðningurinn hófst í febrúar 2003 24. janúar 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira