Lítið kraftaverk í Keflavík 23. janúar 2005 00:01 Það má teljast kraftaverk að lítil stúlka úr Keflavík sem brenndist lífshættulega í fyrrasumar sé á lífi. Stúlkan er nú komin heim af sjúkrahúsi og dafnar vel miðað við aðstæður. Allý litla brenndist þriðja stigs bruna á um helmingi líkamans í ágúst í fyrra. Hún hafði sest í 80 gráðna heitt vatn í baðvaskinum heima hjá sér. Allý var alvarlega slösuð og dvaldi í tvo mánuði á brunadeild danska ríkissjúkrahússins. Þar gekkst hún undir fjölda húðágræðsluaðgerða þar sem meðal annars húð af höfðinu á henni var grædd á fæturna. Það var létt yfir Allý þegar fréttastofa Stöðvar tvö heimsótti hana í Keflavík. Fæturnir eru örum settir eftir brunann og kláðinn sem fylgdi í kjölfarið hefur aðeins minnkað. Katrín Sveinbjörnsdóttir, móðir Allýjar, segir að þegar hún hafi brennst hafi hún fyrst verið flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítalann. Þá hafi þeim verið tilkynnt að hún hafi verið í mjög mikilli hættu. Daginn eftir hafi horfurnar verið orðið ögn skárri og þau hafi bundið vonir við að þetta væri aðeins annars stigs bruni. Brunasárin reyndust hins vegar mun alvarlegri. Katrín segir að hún hafi fengið símtal frá lækni sem hafi tikynnt henni það að Allý skyldi flutt til Kaupmannahafnar daginn eftir. Það hafi verið mikið áfall því ekki hefði verið hægt að meðhöndla sárin á Íslandi. Farið hafi verið með Allý út og allt hafi gengið mjög vel enda hafi brunstöðin í Kaupmannahöfn verið góð. Katrín segir að tíminn á sjúkrahúsinu í Danmörku hafi verið erfiður. Allý var í lífshættu allan tímann og álagið á foreldrana var mikið. Hún var bundin á höndum og fótum til að hún myndi ekki klóra í sárin. Reyndar hjúkrunarkonur á brunadeildinni sögðust sjaldan hafa séð eins slæman bruna hjá barni. Þær voru jafnvel hissa á að Allý væri lifandi. Katrín segir að þeim foreldrunum hafi ekki liðið vel enda mjög erfitt að sjá barnið svo mikið slasað. Hún hafi hins vegar ekki átt von á að batinn yrði svo góður sem raun bar vitni miðað við hversu illa hún hafi verið brunnin. Þó að Allý sé komin af sjúkrahúsinu þá bíða hennar mörg verkefni í framtíðinni. Næstu mánuði þarf hún að vera í svokölluðum þrýstingsklæðum sem hjálpa húðinni að gróa rétt. Hún þarf einnig að vera í spelkum til að fæturnir verði útréttir og þrátt fyrir allt bíða hennar skurðaðgerðir í framtíðinni þar sem losað verður um strekkta húð á líkama hennar. En Katrín lítur framtíð dóttur sinnar björtum augum og hún vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt fjölskylduna síðustu mánuði. Hún segir að Allý hafi komið mjög vel út úr öllum aðgerðum og allir séu hissa hversu vel gang hjá henni. Húðin á Allýju líti í raun mjög vel út miðað við hversu mikill bruni þetta hafi verið. Hún sé lítið kraftaverk. Katrín segist hins vegar ekki viss um að Allý geri sér enn grein fyrir að hún sé mjög veik. Í Íslandi í dag á mánudagskvöld verður fjallað nánar um sögu Allýjar, þær erfiðu þrautir sem þessi unga stúlka hefur mátt þola, hina miklu læknismeðferð sem hún hefur gengist undir og einnig verður spurt hvernig horfi með frekari bata á næstu árum. Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það má teljast kraftaverk að lítil stúlka úr Keflavík sem brenndist lífshættulega í fyrrasumar sé á lífi. Stúlkan er nú komin heim af sjúkrahúsi og dafnar vel miðað við aðstæður. Allý litla brenndist þriðja stigs bruna á um helmingi líkamans í ágúst í fyrra. Hún hafði sest í 80 gráðna heitt vatn í baðvaskinum heima hjá sér. Allý var alvarlega slösuð og dvaldi í tvo mánuði á brunadeild danska ríkissjúkrahússins. Þar gekkst hún undir fjölda húðágræðsluaðgerða þar sem meðal annars húð af höfðinu á henni var grædd á fæturna. Það var létt yfir Allý þegar fréttastofa Stöðvar tvö heimsótti hana í Keflavík. Fæturnir eru örum settir eftir brunann og kláðinn sem fylgdi í kjölfarið hefur aðeins minnkað. Katrín Sveinbjörnsdóttir, móðir Allýjar, segir að þegar hún hafi brennst hafi hún fyrst verið flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítalann. Þá hafi þeim verið tilkynnt að hún hafi verið í mjög mikilli hættu. Daginn eftir hafi horfurnar verið orðið ögn skárri og þau hafi bundið vonir við að þetta væri aðeins annars stigs bruni. Brunasárin reyndust hins vegar mun alvarlegri. Katrín segir að hún hafi fengið símtal frá lækni sem hafi tikynnt henni það að Allý skyldi flutt til Kaupmannahafnar daginn eftir. Það hafi verið mikið áfall því ekki hefði verið hægt að meðhöndla sárin á Íslandi. Farið hafi verið með Allý út og allt hafi gengið mjög vel enda hafi brunstöðin í Kaupmannahöfn verið góð. Katrín segir að tíminn á sjúkrahúsinu í Danmörku hafi verið erfiður. Allý var í lífshættu allan tímann og álagið á foreldrana var mikið. Hún var bundin á höndum og fótum til að hún myndi ekki klóra í sárin. Reyndar hjúkrunarkonur á brunadeildinni sögðust sjaldan hafa séð eins slæman bruna hjá barni. Þær voru jafnvel hissa á að Allý væri lifandi. Katrín segir að þeim foreldrunum hafi ekki liðið vel enda mjög erfitt að sjá barnið svo mikið slasað. Hún hafi hins vegar ekki átt von á að batinn yrði svo góður sem raun bar vitni miðað við hversu illa hún hafi verið brunnin. Þó að Allý sé komin af sjúkrahúsinu þá bíða hennar mörg verkefni í framtíðinni. Næstu mánuði þarf hún að vera í svokölluðum þrýstingsklæðum sem hjálpa húðinni að gróa rétt. Hún þarf einnig að vera í spelkum til að fæturnir verði útréttir og þrátt fyrir allt bíða hennar skurðaðgerðir í framtíðinni þar sem losað verður um strekkta húð á líkama hennar. En Katrín lítur framtíð dóttur sinnar björtum augum og hún vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt fjölskylduna síðustu mánuði. Hún segir að Allý hafi komið mjög vel út úr öllum aðgerðum og allir séu hissa hversu vel gang hjá henni. Húðin á Allýju líti í raun mjög vel út miðað við hversu mikill bruni þetta hafi verið. Hún sé lítið kraftaverk. Katrín segist hins vegar ekki viss um að Allý geri sér enn grein fyrir að hún sé mjög veik. Í Íslandi í dag á mánudagskvöld verður fjallað nánar um sögu Allýjar, þær erfiðu þrautir sem þessi unga stúlka hefur mátt þola, hina miklu læknismeðferð sem hún hefur gengist undir og einnig verður spurt hvernig horfi með frekari bata á næstu árum.
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira