Skáld mennskunnar 21. janúar 2005 00:01 Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir ([email protected]) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir ([email protected])
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun