KB stefnir Mjólkurfélaginu 20. janúar 2005 00:01 KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
KB banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur til að greiða hálfan milljarð króna vegna samnings sem fyrrverandi stjórnarformaður félagsins gerði við bankann vegna viðskipta með Fóðurblönduna. Mjólkurfélagið segir samninginn ólögmætan. Kristinn Gylfi Jónsson, fyrrum aðaleigandi Móa og fleiri fyrirtækja, var um árabil stjórnarformaður Mjólkurfélags Reykjavíkur. Hann fékk Búnaðarbankann til að kaupa Fóðurblönduna á sínum tíma í því skyni að ráðandi hlutur yrði seldur Mjólkurfélaginu aftur. Um þetta var gerður samningur í maí 2001 þar sem stjórnarformaðurinn ábyrgðist fyrir hönd Mjólkurfélagsins að bankinn biði ekki fjárhagslegan skaða af viðskiptunum. Stjórnin heldur því nú fram að sá samningur hafi verið ólögmætur þar sem hann hafi ekki verið borinn undir stjórn félagsins. Samkeppnisstofnun féllst ekki á að Mjólkurfélagið gæti eignast Fóðurblönduna og náð þannig einokunarstöðu á fóðurmarkaði. Bankinn sat uppi með Fóðurblönduna þar til hann seldi hana aftur með tapi. Mjólkurfélagið hefur nú fengið reikninginn frá KB banka, tæpar 500 milljónir með áföllnum vöxtum, en stefnan barst félaginu rétt fyrir jól. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Eigið fé Mjólkurfélagsins er ekki nema um tvö hundruð milljónir í dag, enda hefur gjaldþrot þriggja fyrirtækja Kristins Gylfa, Móa, Brautarholts og Nesbús, dregið máttinn úr félaginu en félagið afskrifaði 320 milljónir vegna þeirra. Kristinn Gylfi fékk Búnaðarbankann einnig til að kaupa kjúklingaframleiðandann Reykjagarð en það hugðist Kristinn Gylfi sameina rekstri Móa ef Samkeppnisstofnun leggði blessun sína yfir samrunann. Það gerði Samkeppnisstofnun hins vegar ekki. KB banki áskilur sér nú einnig réttar til að krefjast bóta vegna þeirra viðskipta. Mjólkurfélagið er sameignarfélag tæplega 400 bænda og hefur verið við lýði frá árinu 1917. Það flytur inn fóður og ýmislegt annað til landbúnaðar. Margir bændur líta á stofnfé sitt í félaginu sem lífeyrissparnað, enda var félaginu breytt í hlutafélag í fyrra. Aðalfundur Mjólkurfélagsins fól lögfræðingi sínum í sumar að kanna hvort ástæða væri til að vísa málum sem varða viðskipti Kristins Gylfa við félagið til lögreglu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira