Blómin næra sálina 20. janúar 2005 00:01 "Afskorin blóm eru mikið keypt þessa dagana. Fólk er farið að kaupa sér blóm frekar en styttu og skiptir reglulega út, sérstaklega núna til að lýsa upp skammdegið. Það hendir blómunum þegar þau eru búin með líftíma sinn og kemur aftur viku eftir viku til að kaupa sér ný og falleg blóm," segir Berta Heiðarsdóttir hjá Blómagallerí á Hagamel 67 í Reykjavík. "Núna er túlípanatími og eru þeir tvímælalaust vinsælastir. Svo eru það svokölluð vorblóm sem eru í pastellitum og minna okkur á að vorið er á næsta leiti," segir Berta og bætir við að valið á blómum sé mismunandi eftir því hvort fólk kaupi þau fyrir sjálft sig eða aðra. "Ef fólk kaupir blóm fyrir sjálft sig kaupir það nokkur blóm og yfirleitt bara eina sort eins og túlípanabúnt eða tíu rósir. Mjög stílhreint og minimalískt. Ef fólk er að kaupa í gjöf þá vill það hafa vendina svolítið spes og blandaðri. Síðan eru pottablómin að koma sterk inn núna. Margir kaupa tvö saman og hafa í glugga og skipta svo út á nokkurra mánaða fresti. Það er miklu skemmtilegra að skipta sífellt um blóm en að hafa sömu styttuna í mörg ár." Starfsmenn Blómagallerís eru auðvitað fagmenn og geta vel leiðbeint fólki sem ef til vill hefur ekki tekist vel að halda lífi í sínum blómum. "Það er alltaf von. Hver segir að blóm þurfi að lifa ár eftir ár? Það eru mörg blóm sem lifa kannski bara í tvo til þrjá mánuði þannig að fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að lífga upp á heimilið sitt með blómum. Mér finnst að fólk ætti tvímælalaust að kaupa blóm fyrir sjálft sig. Þau næra sálina." Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
"Afskorin blóm eru mikið keypt þessa dagana. Fólk er farið að kaupa sér blóm frekar en styttu og skiptir reglulega út, sérstaklega núna til að lýsa upp skammdegið. Það hendir blómunum þegar þau eru búin með líftíma sinn og kemur aftur viku eftir viku til að kaupa sér ný og falleg blóm," segir Berta Heiðarsdóttir hjá Blómagallerí á Hagamel 67 í Reykjavík. "Núna er túlípanatími og eru þeir tvímælalaust vinsælastir. Svo eru það svokölluð vorblóm sem eru í pastellitum og minna okkur á að vorið er á næsta leiti," segir Berta og bætir við að valið á blómum sé mismunandi eftir því hvort fólk kaupi þau fyrir sjálft sig eða aðra. "Ef fólk kaupir blóm fyrir sjálft sig kaupir það nokkur blóm og yfirleitt bara eina sort eins og túlípanabúnt eða tíu rósir. Mjög stílhreint og minimalískt. Ef fólk er að kaupa í gjöf þá vill það hafa vendina svolítið spes og blandaðri. Síðan eru pottablómin að koma sterk inn núna. Margir kaupa tvö saman og hafa í glugga og skipta svo út á nokkurra mánaða fresti. Það er miklu skemmtilegra að skipta sífellt um blóm en að hafa sömu styttuna í mörg ár." Starfsmenn Blómagallerís eru auðvitað fagmenn og geta vel leiðbeint fólki sem ef til vill hefur ekki tekist vel að halda lífi í sínum blómum. "Það er alltaf von. Hver segir að blóm þurfi að lifa ár eftir ár? Það eru mörg blóm sem lifa kannski bara í tvo til þrjá mánuði þannig að fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að lífga upp á heimilið sitt með blómum. Mér finnst að fólk ætti tvímælalaust að kaupa blóm fyrir sjálft sig. Þau næra sálina."
Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira