Ríkið niðurgreiðir rafmagnið 15. janúar 2005 00:01 Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira