Marktækt að spyrja um stuðning 12. janúar 2005 00:01 Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira