Um Vestmanneyjagöng 12. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Í stuttum pistli á síðu þinni ferð þú nokkrum orðum um hugsanleg göng milli lands og Eyja. Í pistlinum veltir þú því fyrir þér hversu margir munu aka þessi göng á dag og kemst að því að líklega verði það á bilinu 100 - 300. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gerði og var kynnt í apríl á síðasta ári segir m.a: "Verði ferðamynstur Íslendinga með líkum hætti má ætla að hér um bil 11.900 manns ferðist árið 2010 með langferðabifreið til eða frá Eyjum, en u.þ.b. 385.000 kjósi að aka í einkabifreið á milli. Sé sú tala umreiknuð í fjölda bíla á dag verður niðurstaðan sú að 527 einkabílar munu fara með Íslendinga um göngin daglega árið 2010." Einnig segir: "Vaxi vöruflutningar í líkum takti næstu áratugina má gera ráð fyrir að 35 vöruflutningabifreiðar fari um göng daglega árið 2010." Ég vil í framhaldi af þessu benda þér á linkinn á þessari skýrslu: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082148955.pdf. Varðandi það að bera samgöngubót á Íslandi við Millau í Frakklandi sem kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna og tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona, þá finnst mér það mjög ósanngjarnt og í samanburði við þessa samgöngubót og þann fjölda sem hún tengir saman þá yrðu líklega engar samgöngubætur á Íslandi réttlætanlegar. Í dag er ríkið að leggja til um 500 milljónir í samgöngur til Vestmannaeyja og með því að endurnýja Herjólf þá er líklegt að sú tala mundi hækka. Í reiknilíkani sem Ægisdyr unnu í samvinnu við Íslandsbanka er eingöngu lagt til að ríkið haldi áfram að setja þessa upphæð í samgöngur til Eyja (nú í formi greiðslu upp í göng) og þá ætti að vera hægt að greiða upp göngin á um það bil 50 árum. Hér getur þú séð reiknilíkanið: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082313436.xls Að lokum vil ég þakka þér fyrir góðan þátt sem ég reyni alltaf að horfa á. Ég met skoðanir þínar og þess vegna finnst mér mikilvægt að þú kynnir þér málið vel áður en þú tjáir þig um það. Ég hvet þig til að lesa skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ og það væri gaman að heyra álit þitt á málinu eftir þann lestur. Nú er ég alls ekki að segja að allir þurfi að vera sammála þessu en það er mikilvægt að það sé gagnrýnt á málefnanlegan hátt. kveðja Egill Arnar Arngrímsson Ægisdyr Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sæll Egill Í stuttum pistli á síðu þinni ferð þú nokkrum orðum um hugsanleg göng milli lands og Eyja. Í pistlinum veltir þú því fyrir þér hversu margir munu aka þessi göng á dag og kemst að því að líklega verði það á bilinu 100 - 300. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ gerði og var kynnt í apríl á síðasta ári segir m.a: "Verði ferðamynstur Íslendinga með líkum hætti má ætla að hér um bil 11.900 manns ferðist árið 2010 með langferðabifreið til eða frá Eyjum, en u.þ.b. 385.000 kjósi að aka í einkabifreið á milli. Sé sú tala umreiknuð í fjölda bíla á dag verður niðurstaðan sú að 527 einkabílar munu fara með Íslendinga um göngin daglega árið 2010." Einnig segir: "Vaxi vöruflutningar í líkum takti næstu áratugina má gera ráð fyrir að 35 vöruflutningabifreiðar fari um göng daglega árið 2010." Ég vil í framhaldi af þessu benda þér á linkinn á þessari skýrslu: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082148955.pdf. Varðandi það að bera samgöngubót á Íslandi við Millau í Frakklandi sem kostaði 394 milljónir evra - um 33 milljarða íslenskra króna og tengir saman þéttbýlisstaðina París og Barcelona, þá finnst mér það mjög ósanngjarnt og í samanburði við þessa samgöngubót og þann fjölda sem hún tengir saman þá yrðu líklega engar samgöngubætur á Íslandi réttlætanlegar. Í dag er ríkið að leggja til um 500 milljónir í samgöngur til Vestmannaeyja og með því að endurnýja Herjólf þá er líklegt að sú tala mundi hækka. Í reiknilíkani sem Ægisdyr unnu í samvinnu við Íslandsbanka er eingöngu lagt til að ríkið haldi áfram að setja þessa upphæð í samgöngur til Eyja (nú í formi greiðslu upp í göng) og þá ætti að vera hægt að greiða upp göngin á um það bil 50 árum. Hér getur þú séð reiknilíkanið: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/gong//1082313436.xls Að lokum vil ég þakka þér fyrir góðan þátt sem ég reyni alltaf að horfa á. Ég met skoðanir þínar og þess vegna finnst mér mikilvægt að þú kynnir þér málið vel áður en þú tjáir þig um það. Ég hvet þig til að lesa skýrslu Hagfræðistofnunnar HÍ og það væri gaman að heyra álit þitt á málinu eftir þann lestur. Nú er ég alls ekki að segja að allir þurfi að vera sammála þessu en það er mikilvægt að það sé gagnrýnt á málefnanlegan hátt. kveðja Egill Arnar Arngrímsson Ægisdyr
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun