Rannsókn enn í höndum Þjóðverja 12. janúar 2005 00:01 Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Rannsókn á fíkniefnafundinum um borð í togaranum Hauki í Bremerhafen á fimmtudag er enn algerlega í höndum þýsku lögreglunnar og hefur enginn verið yfirheyrður vegna málsins hér á landi. Þegar togarinn kom til Hafnarfjarðar vakti athygli að nokkrir lögreglumenn fóru um borð ásamt tollurum, en að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var það einungis til að fullnægja reglum Shengen-samkomulagsins og tengdist smyglmálinu ekki á nokkurn hátt. Að sögn Ásgeirs Kalrssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, hefur þýska lögreglan aðeins haft samband en ekki óskað eftir aðgerðum af hálfu íslensku lögreglunnar enn sem komið er. Enn er alveg á huldu hvort mennirnir öfluðu sér fíkniefnanna sjálfir í Þýskalandi eða hvort þeir voru aðeins burðardýr til viðtakenda hér á landi. Í vistarverum Íslendinganna tveggja um borð í togaranum fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Því verður að telja líklegt að einhverjir viðtakendur eða væntanlegir dreifendur hér á landi hafi vitað hvað var í vændum. Af rannsókn málsins sem upp kom daginn fyrir gamlársdag, þegar hátt í kíló fannst innvortis í ungverskum ferðamanni í Leifsstöð, sem leiddi svo til handtöku Nígeríumanns, er það að frétta að enginn Íslendingur hefur enn verið yfirheyrður með stöðu grunaðs manns og enginn Íslendingur hefur verið handtekinn. Almennt telur Ásgeir Karlsson ólíklegt að erlendir ferðamenn flytji svo mikið magn til landsins af dýru efni án þess að hafa einhver sambönd hér til þess að koma því í verð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira