Kapphlaupið ógurlega 12. janúar 2005 00:01 Horfði í gær á fyrsta þátt Kapphlaupsins ógurlega. Merkilegt liðið sem þarna er valið til þátttöku - úr tugum þúsunda umsækjenda skilst manni. Það er eins og maníusjúklingar á fyrstu stigum uppsveiflu - kannski ekki furða í þessari miklu spennu. Talar eins og upp úr sjálfshjálparbókum - sem er reyndar einkenni á flestum raunveruleikasjónvarpsþáttum. Manni sýnist annars að það sé meira skítapakk sem fær að keppa núna en í fyrri seríum - hugsanlega hefur það meira skemmtanagildi. Sjálfur væri maður líklega fljótur að afhjúpa sig í svona þætti. Þá myndu spretta upp út um allan heim klúbbar fólks sem hatar mann - með sérstakar vefsíður helgaðar því hvað maður er ömurlegur. Svo myndi maður endalega festast í rullu leiðindapaursins - sitja uppi með hana allt sitt líf. Annars sáust sama og engir Íslendingar í þættinum, það var eins og hér byggi ekkert fólk. Rétt grillti í drukknu unglingana eftir að keppendurnir lentu með morgunfluginu í Keflavík. Svo brá þarna fyrir karli sem var að borða samloku á bensínstöð - ekta Íslendingur sem var til í að redda öllu, pollrólegur og æðrulaus. Bjargaði vitleysingunum sem höfðu sett bensín á díeselbíl eins og ekkert væri. Hann var stjarna þáttarins. --- --- --- Það er mikið verið að ræða brottvikningu Sigríðar Árnadóttur - í gær var ég skammaður fyrir að fjalla ekki um málið. Eins og Baugur hefði nú aldeilis þaggað niður í mér. Á spjallvefnum Málefnum hafa verið miklar vangaveltur um hvort Sigríður sé til hægri eða vinstri í pólitík. Einn skríbent telur að hún sé til vinstri sökum þess að eiginmaður hennar Helgi Már Arthúrsson hafi verið krati! Annar segir að hún hafi verið viðloðandi Möðruvalllahreyfinguna. Ég veit ekki nákvæmlega hvað Sigríður er gömul en ég held að hún geti varla hafa verið meira en tíu ára þegar Möðruvellingar voru upp á sitt besta. Sigríður er RÚV-ari í húð og hjarta - að því leyti var ráðning hennar á Stöð 2 dálítið undarlegt. Eins og menn væru að reyna að kaupa sér brot af trúverðugleika fréttastofu útvarpsins. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að Stöð 2 eigi að fara aðrar leiðir í fréttaflutningi en RÚV - til dæmis að einbeita sér að færri og ítarlegri fréttum. Það er engin ástæða til að reyna að dekka allt þjóðfélagið, landið og miðin, á hverju kvöldi eins og er hefðin hjá RÚV. Djarfari efnistök myndu heldur ekki saka - meiri rannsóknarblaðamennska. Kannski mætti líka hugsa sér einhverja samnýtingu við aðra fréttamiðla í eigu fyrirtækisins - Fréttablaðið, DV, Vísi.is - jafnvel einhvers konar fréttaþjónustu ("wire service") sem sæi um að gera helstu fréttum dagsins skil, meðan einstakir fréttamenn hefðu tíma til að kafa dýpra í málin. Tek fram að ég veit ekkert um hvort eitthvað svona er í bígerð og svo er auðvitað spurning hvernig það myndi samræmast kröfum um sjálfstæði fréttastofa. Þess utan held ég að fréttirnar á Stöð 2 ættu að vera á öðrum tíma. Klukkan níu á kvöldin væri alveg hæfilegt miðað við lífsmáta flestra nútíma Íslendinga. --- --- --- Aftur að Sigríði. Það hefur sjálfsagt veikt stöðu hennar líka að lesa ekki fréttirnar á skjánum - sama þó sagt hafi verið í upphafi að hún hafi ekki verið ráðin til þess. Staða fréttaþular er valdastaða í sjónvarpi - fréttaþulurinn er ásýnd stöðvarinnar út á við, bæði gagnvart áhorfendum og ekki síður eigendum sem oft eru ekkert sérlega vel að sér um innviði fjölmiðla. Sjáið bara áhrif manna eins og Dans Rather eða Peters Jennings í Bandaríkjunum. Páll Magnússon hefur lesið fréttirnar af alkunnri festu, hann er holdgervingur stöðvarinnar - kannski er ekki pláss fyrir annan fréttastjóra meðan hann hefur þá stöðu. Menn munu sjálfsagt hugsa sig um tvisvar áður en þeir taka fréttastjórastöðunni á Stöð 2 - óvíða er lélegra atvinnuöryggi en þar. Maður myndi allavega heimta feitan starfslokasamning. Hvert á maður svosem að fara þegar maður er búinn að vera fréttastjóri? Ég heyrði hugmynd um að stofnað yrði félag fyrrverandi fréttastjóra á Stöð 2. Þetta er glæsilegur hópur: Ingvi Hrafn, Sigurveig Jónsdóttir, Elín Hirst, Karl Garðarson, Sigríður Árnadóttir - og svo Páll Magnússon sem fengi að vera með í þau skipti sem hann er ekki að gegna starfinu! --- --- --- Annars var besta kjaftasagan sú að Mikael Torfason væri að taka við fréttastjórninni upp á Stöð 2. Mig grunar reyndar hverjir komu þessu af stað og fannst það býsna fyndið hjá sér. Það er það reyndar - og varð tilefni ótal ráðvilltra sms-skeyta sem fóru eins og eldur í sinu milli fréttamanna. Annar sem hefur verið nefndur er Logi Bergmann Eiðsson. Hann er náttúrlega fréttaþulur - næstum af kalíberi Páls Magnússonar. Logi hefur ekki fengið þann frama á RÚV sem hann telur að hann eigi inni. Að því leyti ímyndar maður sér að hann væri opinn fyrir góðu tilboði. Logi yrði hins vegar fyrst og fremst ráðinn til að lesa fréttir, til að vera andlitið út á við. Þá væri ekki óeðlilegt að hann gerði þá kröfu að Páll hyrfi af skjánum - svona í ljósi þess sem áður var sagt um valdastöðu fréttaþularins. Tek svo aftur fram að ég veit ekkert um þetta. Mér er ekki sagt neitt. Ég vara við því að þessi pistill sé notaður sem heimild um eitt eða neitt. --- --- --- Fallegasta fréttin sem maður hefur séð í fjölmiðlum lengi birtist í Fréttablaðinu í morgun. Fjallar um vináttu háaldraðrar skjaldböku og barnungs flóðhests í þjóðgarði í Kenýa. Maður sér fyrir sér skorpna skjaldböku fulla af vísdómi og flóðhest sem er ógurlegur kjáni. Eins og Disney fluttur yfir í raunveruleikann - nei, betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Horfði í gær á fyrsta þátt Kapphlaupsins ógurlega. Merkilegt liðið sem þarna er valið til þátttöku - úr tugum þúsunda umsækjenda skilst manni. Það er eins og maníusjúklingar á fyrstu stigum uppsveiflu - kannski ekki furða í þessari miklu spennu. Talar eins og upp úr sjálfshjálparbókum - sem er reyndar einkenni á flestum raunveruleikasjónvarpsþáttum. Manni sýnist annars að það sé meira skítapakk sem fær að keppa núna en í fyrri seríum - hugsanlega hefur það meira skemmtanagildi. Sjálfur væri maður líklega fljótur að afhjúpa sig í svona þætti. Þá myndu spretta upp út um allan heim klúbbar fólks sem hatar mann - með sérstakar vefsíður helgaðar því hvað maður er ömurlegur. Svo myndi maður endalega festast í rullu leiðindapaursins - sitja uppi með hana allt sitt líf. Annars sáust sama og engir Íslendingar í þættinum, það var eins og hér byggi ekkert fólk. Rétt grillti í drukknu unglingana eftir að keppendurnir lentu með morgunfluginu í Keflavík. Svo brá þarna fyrir karli sem var að borða samloku á bensínstöð - ekta Íslendingur sem var til í að redda öllu, pollrólegur og æðrulaus. Bjargaði vitleysingunum sem höfðu sett bensín á díeselbíl eins og ekkert væri. Hann var stjarna þáttarins. --- --- --- Það er mikið verið að ræða brottvikningu Sigríðar Árnadóttur - í gær var ég skammaður fyrir að fjalla ekki um málið. Eins og Baugur hefði nú aldeilis þaggað niður í mér. Á spjallvefnum Málefnum hafa verið miklar vangaveltur um hvort Sigríður sé til hægri eða vinstri í pólitík. Einn skríbent telur að hún sé til vinstri sökum þess að eiginmaður hennar Helgi Már Arthúrsson hafi verið krati! Annar segir að hún hafi verið viðloðandi Möðruvalllahreyfinguna. Ég veit ekki nákvæmlega hvað Sigríður er gömul en ég held að hún geti varla hafa verið meira en tíu ára þegar Möðruvellingar voru upp á sitt besta. Sigríður er RÚV-ari í húð og hjarta - að því leyti var ráðning hennar á Stöð 2 dálítið undarlegt. Eins og menn væru að reyna að kaupa sér brot af trúverðugleika fréttastofu útvarpsins. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi að Stöð 2 eigi að fara aðrar leiðir í fréttaflutningi en RÚV - til dæmis að einbeita sér að færri og ítarlegri fréttum. Það er engin ástæða til að reyna að dekka allt þjóðfélagið, landið og miðin, á hverju kvöldi eins og er hefðin hjá RÚV. Djarfari efnistök myndu heldur ekki saka - meiri rannsóknarblaðamennska. Kannski mætti líka hugsa sér einhverja samnýtingu við aðra fréttamiðla í eigu fyrirtækisins - Fréttablaðið, DV, Vísi.is - jafnvel einhvers konar fréttaþjónustu ("wire service") sem sæi um að gera helstu fréttum dagsins skil, meðan einstakir fréttamenn hefðu tíma til að kafa dýpra í málin. Tek fram að ég veit ekkert um hvort eitthvað svona er í bígerð og svo er auðvitað spurning hvernig það myndi samræmast kröfum um sjálfstæði fréttastofa. Þess utan held ég að fréttirnar á Stöð 2 ættu að vera á öðrum tíma. Klukkan níu á kvöldin væri alveg hæfilegt miðað við lífsmáta flestra nútíma Íslendinga. --- --- --- Aftur að Sigríði. Það hefur sjálfsagt veikt stöðu hennar líka að lesa ekki fréttirnar á skjánum - sama þó sagt hafi verið í upphafi að hún hafi ekki verið ráðin til þess. Staða fréttaþular er valdastaða í sjónvarpi - fréttaþulurinn er ásýnd stöðvarinnar út á við, bæði gagnvart áhorfendum og ekki síður eigendum sem oft eru ekkert sérlega vel að sér um innviði fjölmiðla. Sjáið bara áhrif manna eins og Dans Rather eða Peters Jennings í Bandaríkjunum. Páll Magnússon hefur lesið fréttirnar af alkunnri festu, hann er holdgervingur stöðvarinnar - kannski er ekki pláss fyrir annan fréttastjóra meðan hann hefur þá stöðu. Menn munu sjálfsagt hugsa sig um tvisvar áður en þeir taka fréttastjórastöðunni á Stöð 2 - óvíða er lélegra atvinnuöryggi en þar. Maður myndi allavega heimta feitan starfslokasamning. Hvert á maður svosem að fara þegar maður er búinn að vera fréttastjóri? Ég heyrði hugmynd um að stofnað yrði félag fyrrverandi fréttastjóra á Stöð 2. Þetta er glæsilegur hópur: Ingvi Hrafn, Sigurveig Jónsdóttir, Elín Hirst, Karl Garðarson, Sigríður Árnadóttir - og svo Páll Magnússon sem fengi að vera með í þau skipti sem hann er ekki að gegna starfinu! --- --- --- Annars var besta kjaftasagan sú að Mikael Torfason væri að taka við fréttastjórninni upp á Stöð 2. Mig grunar reyndar hverjir komu þessu af stað og fannst það býsna fyndið hjá sér. Það er það reyndar - og varð tilefni ótal ráðvilltra sms-skeyta sem fóru eins og eldur í sinu milli fréttamanna. Annar sem hefur verið nefndur er Logi Bergmann Eiðsson. Hann er náttúrlega fréttaþulur - næstum af kalíberi Páls Magnússonar. Logi hefur ekki fengið þann frama á RÚV sem hann telur að hann eigi inni. Að því leyti ímyndar maður sér að hann væri opinn fyrir góðu tilboði. Logi yrði hins vegar fyrst og fremst ráðinn til að lesa fréttir, til að vera andlitið út á við. Þá væri ekki óeðlilegt að hann gerði þá kröfu að Páll hyrfi af skjánum - svona í ljósi þess sem áður var sagt um valdastöðu fréttaþularins. Tek svo aftur fram að ég veit ekkert um þetta. Mér er ekki sagt neitt. Ég vara við því að þessi pistill sé notaður sem heimild um eitt eða neitt. --- --- --- Fallegasta fréttin sem maður hefur séð í fjölmiðlum lengi birtist í Fréttablaðinu í morgun. Fjallar um vináttu háaldraðrar skjaldböku og barnungs flóðhests í þjóðgarði í Kenýa. Maður sér fyrir sér skorpna skjaldböku fulla af vísdómi og flóðhest sem er ógurlegur kjáni. Eins og Disney fluttur yfir í raunveruleikann - nei, betra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun