Þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni 9. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að þjóðin eigi inni afsökunarbeiðni hjá utanríks- og forsætisráðherra vegna veru Íslands á lista þeirra þjóða sem studdu innrásina í Írak. Hann hvikar hvergi frá þeirri skoðun sinni að Ísland verði að taka af listanum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra að hvergi annars staðar nema hér væri rætt um að fjarlægja lönd af lista hinna staðföstu þjóða enda væri slíkt della. Hann benti á að þrjú af hverjum fjórum NATO-ríkjum hefðu lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir utanríkisráðherra ómálefnalegan og að ummæli hans dæmi sig sjálf. Davíð sé eins og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra orðinn viðskila við eigin þjóð. 84 prósent séu á mót stuðning Íslands við innrásina og hvergi annars staðar hafi það gerst eins og hér, að slík ákvörðun hafi verið tekin án þess að nokkur sé spurður. Raunar haf lög verið brotin. Það brot á að felast í því að ákvörðun um stuðning Íslands hafi ekki verið tekin formlega fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis. Utanríkisráðherra segir hins vegar að það hefði engu skipt. Stefna allra fulltrúa í nefndinni hafi legið fyrir og stuðningsyfirlýsingin undirrituð af þeim sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar, samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Það greinir þá Össur enn á og segist Össur einnig undrast þær ólíku skýringar sem borist hafa frá fulltrúum Framsóknarflokksins um hvort eða hvernig málið var tekið til umfjöllunar hjá utanríkismálanefnd. Svo komi þriðja útgáfan frá utanríkisráðherra sem segi á fundi með harðkjarnastuðningsmönnum sínum í Valhöll að hugsanlega hafi ákvörðunin verið rædd í nefndinni og hugsanlega ekki. Össur spyr hvers konar vitleysa þetta sé. Svona hagi forystumenn þjóðar sér ekki. Össur segir að sér finnist að andspænis þessar eindregnu afstöðu þjóðarinnar verði forsætis- og utanríkisráðherra að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar á að hafa brotið lög eins og þeir hafi gert þegar þeir lýstu yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak í algerri andstöðu við þjóðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira