Lífið

Gluggaþvottur

* Ef sólin skín úti vertu þá með sólgleraugu þegar þú þrífur gluggana. Þannig sérðu betur þá bletti sem þú átt eftir og hvar strokurnar eftir hreinsivökvann liggja. * Þrífðu gluggann frá botni upp í topp innan frá en frá hlið til hliðar utan frá svo þú vitir á hvorri hlið stokurnar eru. * Ef gluggarnir þínir eru rosalega skítugir þá getur þú bætt tveim til þrem teskeiðum af ediki í hverja fjóra lítra af vatni. Það svínvirkar á blettina. * Það virkar vel að nota samankrumpað dagblað til að þurrka gluggana. Það sparar líka þvottaklúta því dagblöðin fara hvort sem er í ruslið fyrr eða síðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×