Gott auðvald og vont? 23. desember 2005 13:56 Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, gerði á dögunum greinarmun á góðu auðvaldi og vondu. Hann kvaðst sjálfur hafa þjónað góðu auðvaldi í ritstjóratíð sinni, en það var á honum að skilja, að nú léti annað og miklu verra auðvald að sér kveða opinberlega. Ég held, að Matthías hafi bæði rétt og rangt fyrir sér. Til eru tillitslausir, kaldrifjaðir og skammsýnir fjárplógsmenn, þar sem glottið er ein glæpasaga (eins og Einar Benediktsson orti). Lesa má um einn slíkan mann í nýlegri bók eftir Einar rithöfund Kárason, þótt myndin þar sé snyrt og fegruð eftir megni. Til eru líka ágætir menn, sem kunna um leið að græða, og hef ég verið svo lánsamur að kynnast nokkrum þeirra. Nefni ég sérstaklega Pálma heitinn Jónsson í Hagkaup og Björgólf Guðmundsson bankamann. Í þessum skilningi er til gott og vont auðvald. En minn gamli vinur Matthías hefur rangt fyrir sér, ef hann telur til dæmis, að nýríkir menn þurfi að vera verri en gamalríkir. Sjálfum finnst mér raunar meira til um það, þegar menn skapa auðæfi sín sjálfir en þegar þeir erfa þau, þótt það sé vissulega líka ærið verkefni og vanmetið að varðveita fé og ávaxta. Sömu ásakanir dynja á nýríkum Íslendingum okkar tíðar og gerðu á fyrra helmingi tuttugustu aldar, eins og allir vita, sem lesið hafa skrif Jónasar frá Hriflu: Þeir séu eyðslusamir og menningarsnauðir, hafi asklok fyrir himin og gefnir fyrir að sýnast fremur en vera. Þessar ásakanir eru ekki alltaf út í bláinn, en bera stundum frekar vitni um öfund en sanngirni. Við eigum að samfagna þeim, sem komist hafa í álnir af eigin rammleik. Matthías hefur líka rangt fyrir sér, ef hann telur, að aðalatriðið sé, hvernig fjárgróðamenn eru innrættir. Hitt skiptir meira máli að mínum dómi, við hvaða skilyrði þeir starfa, hvaða leikreglum þeir þurfa að fylgja. Í framkvæmdamönnum býr ólgandi kraftur, sem á að virkja til almannaheilla. Það er unnt í skipulagi frjálsrar samkeppni og séreignar, sem lýtur tveimur lögmálum: Til þess að græða fé verður maðurinn að hafa á boðstólum jafngóða vöru eða þjónustu og keppinautarnir. Og hann hirðir betur um það, sem hann á einn, en hitt, sem allir eiga í orði kveðnu og enginn ber ábyrgð á. Það er ekki líklegt til árangurs að vanda um við fjárgróðamenn eða halda yfir þeim langar prédikanir um það, að nú skuli þeir bæta ráð sitt. Hitt er vænlegra að búa svo um hnútana, að hagur þeirra fari saman við almannahag. Það gerist, ef þeir ávaxta eignir sínar af kostgæfni og keppa af krafti um hylli almennings. Ég ætla að leyfa mér að ganga lengra og segja, að fjárgróðamenn geri miklu meira gagn með þessu en því að gefa fé til líknar- og mannúðarmála, eins og sumir þeirra iðka í því skyni að geta sér gott orð. Tökum þróunarlöndin til dæmis. Hvort gerum við fátækum íbúum þeirra meira gagn með því að senda þeim fé að gjöf eða með því að stunda við þau frjáls viðskipti? Reynslan hefur fyrir löngu skorið úr um rétta svarið. Þeir, sem vilja bæta kjör fátækra þjóða, ættu ekki að senda þeim fé að gjöf, heldur berjast fyrir frjálsum viðskiptum á alþjóðavettvangi og fjárfesta í arðvænlegum fyrirtækjum í þróunarlöndum, sem skapa íbúum þar betri störf en þeir ættu annars kost á og færa um leið hinum vestrænu eigendum kærkominn gróða. Að lokum þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það, að fjárgróðamenn eiga eins og aðrir að nota frelsi sitt innan marka laga og almenns velsæmis. Sá sannleikskjarni er þrátt fyrir allt í orðum Matthíasar skálds, að veita verður fjárgróðamönnum eins og öðrum hið siðferðilega aðhald, sem felst í öflugu almenningsáliti. Þá verður auðvaldið gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, gerði á dögunum greinarmun á góðu auðvaldi og vondu. Hann kvaðst sjálfur hafa þjónað góðu auðvaldi í ritstjóratíð sinni, en það var á honum að skilja, að nú léti annað og miklu verra auðvald að sér kveða opinberlega. Ég held, að Matthías hafi bæði rétt og rangt fyrir sér. Til eru tillitslausir, kaldrifjaðir og skammsýnir fjárplógsmenn, þar sem glottið er ein glæpasaga (eins og Einar Benediktsson orti). Lesa má um einn slíkan mann í nýlegri bók eftir Einar rithöfund Kárason, þótt myndin þar sé snyrt og fegruð eftir megni. Til eru líka ágætir menn, sem kunna um leið að græða, og hef ég verið svo lánsamur að kynnast nokkrum þeirra. Nefni ég sérstaklega Pálma heitinn Jónsson í Hagkaup og Björgólf Guðmundsson bankamann. Í þessum skilningi er til gott og vont auðvald. En minn gamli vinur Matthías hefur rangt fyrir sér, ef hann telur til dæmis, að nýríkir menn þurfi að vera verri en gamalríkir. Sjálfum finnst mér raunar meira til um það, þegar menn skapa auðæfi sín sjálfir en þegar þeir erfa þau, þótt það sé vissulega líka ærið verkefni og vanmetið að varðveita fé og ávaxta. Sömu ásakanir dynja á nýríkum Íslendingum okkar tíðar og gerðu á fyrra helmingi tuttugustu aldar, eins og allir vita, sem lesið hafa skrif Jónasar frá Hriflu: Þeir séu eyðslusamir og menningarsnauðir, hafi asklok fyrir himin og gefnir fyrir að sýnast fremur en vera. Þessar ásakanir eru ekki alltaf út í bláinn, en bera stundum frekar vitni um öfund en sanngirni. Við eigum að samfagna þeim, sem komist hafa í álnir af eigin rammleik. Matthías hefur líka rangt fyrir sér, ef hann telur, að aðalatriðið sé, hvernig fjárgróðamenn eru innrættir. Hitt skiptir meira máli að mínum dómi, við hvaða skilyrði þeir starfa, hvaða leikreglum þeir þurfa að fylgja. Í framkvæmdamönnum býr ólgandi kraftur, sem á að virkja til almannaheilla. Það er unnt í skipulagi frjálsrar samkeppni og séreignar, sem lýtur tveimur lögmálum: Til þess að græða fé verður maðurinn að hafa á boðstólum jafngóða vöru eða þjónustu og keppinautarnir. Og hann hirðir betur um það, sem hann á einn, en hitt, sem allir eiga í orði kveðnu og enginn ber ábyrgð á. Það er ekki líklegt til árangurs að vanda um við fjárgróðamenn eða halda yfir þeim langar prédikanir um það, að nú skuli þeir bæta ráð sitt. Hitt er vænlegra að búa svo um hnútana, að hagur þeirra fari saman við almannahag. Það gerist, ef þeir ávaxta eignir sínar af kostgæfni og keppa af krafti um hylli almennings. Ég ætla að leyfa mér að ganga lengra og segja, að fjárgróðamenn geri miklu meira gagn með þessu en því að gefa fé til líknar- og mannúðarmála, eins og sumir þeirra iðka í því skyni að geta sér gott orð. Tökum þróunarlöndin til dæmis. Hvort gerum við fátækum íbúum þeirra meira gagn með því að senda þeim fé að gjöf eða með því að stunda við þau frjáls viðskipti? Reynslan hefur fyrir löngu skorið úr um rétta svarið. Þeir, sem vilja bæta kjör fátækra þjóða, ættu ekki að senda þeim fé að gjöf, heldur berjast fyrir frjálsum viðskiptum á alþjóðavettvangi og fjárfesta í arðvænlegum fyrirtækjum í þróunarlöndum, sem skapa íbúum þar betri störf en þeir ættu annars kost á og færa um leið hinum vestrænu eigendum kærkominn gróða. Að lokum þarf auðvitað ekki að fjölyrða um það, að fjárgróðamenn eiga eins og aðrir að nota frelsi sitt innan marka laga og almenns velsæmis. Sá sannleikskjarni er þrátt fyrir allt í orðum Matthíasar skálds, að veita verður fjárgróðamönnum eins og öðrum hið siðferðilega aðhald, sem felst í öflugu almenningsáliti. Þá verður auðvaldið gott.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun