Friður á vörumarkaði 23. desember 2004 00:01 Hátíð frelsarans er að hefjast. Jólin eru friðarhátíð, og frelsis. Víðsungnasti jólasálmur Íslendinga - <I>Heims um ból<P> eftir Sveinbjörn Egilsson - fjallar um frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins og frið á jörðu. Sálmaskáldið skildi, að friður útheimtir frelsi og öfugt. Þannig eiga skáldin að vera. Ófriður kallar á ófrelsi. Skoðum málið betur, og byrjum á vinnumarkaði. Hann er ekki að fullu frjáls á Íslandi og ekki heldur í ýmsum nálægum löndum. Þýzkaland er í lægð og heldur allri Evrópu niðri af þeirri höfuðástæðu, að vinnumarkaður landsins er í viðjum. Atvinnuleysið í Þýzkalandi leikur nú á bilinu 10%-11% af mannaflanum: það er of mikið. Þýzkir hagfræðingar og aðrir hafa lengi ráðið ríkisstjórn landsins að létta ýmsum hömlum af vinnumarkaði, svo að hann verði sveigjanlegri og geti fengið að starfa í friði líkt og aðrir markaðir og atvinnuleysið minnki, en stjórnin hefur hikað. Vandinn er margþættur. Lögbundnar hömlur á uppsagnir jafngilda lögboðnu atvinnuleysi, því að þær slæva vilja vinnuveitenda til að ráða til sín fólk: menn vilja helzt ekki ráða fólk í vinnu, nema þeir séu frjálsir að því að reka það aftur, einkum ungt fólk, ef í harðbakkann slær. Lögboðin lágmarkslaun og framgangsríkar kaupkröfur voldugra verklýðsfélaga hneigjast til að ýta ófaglærðu utanfélagsfólki út af vinnumarkaðinum. Of langdrægar atvinnuleysisbætur hneigjast til að sljóvga eftirsókn atvinnulausra eftir vinnu. Við þurfum ekki að glíma við þennan vanda hér á Fróni nema að litlu leyti, en hann brennur heitt á Þjóðverjum og öðrum. Stjórnvöld þar standa aðgerðarlaus frammi fyrir vandanum - ekki ráðþrota, heldur aðgerðarlaus - af ótta við andstöðu þeirra, sem standa dyggan vörð um óbreytt ástand. Vinnumarkaðurinn hér heima er að ýmsu leyti sveigjanlegri en á meginlandi Evrópu, enda er atvinnuleysi hér miklu minna en þar. En hann er ekki að fullu frjáls: landlægur ófriður á vinnumarkaði vitnar um það. Kennarar hefðu varla farið í langt verkfall á frjálsum vinnumarkaði. Nei, þeir hefðu trúlega samið í friði og spekt við marga, dreifða vinnuveitendur víðs vegar um landið. Alþjóðlegar samanburðartölur sýna, að Íslendingar tapa fleiri vinnudögum vegna vinnudeilna en nokkurt annað iðnríki. Árin 1992-2001 töpuðu Íslendingar að jafnaði 564 vinnudögum á ári á hverja þúsund starfsmenn vegna vinnudeilna. Evrópusambandslöndin töpuðu til viðmiðunar 64 vinnudögum á ári á hverja þúsund starfsmenn vegna vinnudeilna og Bandaríkin 48. Gamla ófriðarbælið, Bretland, er búið að stilla til friðar: þar tapaðist þessi sömu ár ekki nema 21 vinnudagur á ári á hverja þúsund starfsmenn í átökum um kaup og kjör. Svo er fyrir að þakka breyttri vinnulöggjöf, sem ríkisstjórn Margrétar Thatcher barði í gegn á sínum tíma. Þýzka talan er enn lægri: þar töpuðust á sama tíma aðeins níu vinnudagar á ári á hverja þúsund starfsmenn vegna vinnudeilna. Ófriður um kaup og kjör er því ekki órækur fylgifiskur markaðsfirringar í vinnumálum, heldur aðeins einn þáttur af mörgum, sem máli skipta. Hvað þarf þá til að stilla til friðar á vinnumarkaði? Það getum við séð með því að skyggnast um á vörumarkaði. Ófriður á vörumarkaði er óþekkt fyrirbæri vegna þess, að vörumarkaðurinn er í grófum dráttum frjáls. Þar semja þúsundir - nei, milljónir! - manna um verð og magn og gæði, og úr verður fjölbreytt flóra, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og flestir eru ánægðir. Þegar vörumarkaðurinn fjarlægist þessa fyrirmynd og einokun eða fákeppni ógnar frjálsri samkeppni, þá er friðinum ógnað. Þetta höfum við fengið að sjá og heyra hér heima undangengin misseri. Forsætisráðherrann okkar fyrrverandi fór ekki í stríð við kaupmanninn á horninu, heldur við stórkaupmenn og stórbankastjóra - og tapaði, því að stórkaupmenn Íslands og stórbankastjórar tryggja landsmönnum bersýnilega meiri og betri þjónustu við lægra verði en var í boði, þegar ríkið rak bankana milliliðalaust og lagði fleiri hömlur á vörukaup og viðskipti en það gerir nú. Fákeppnin á vörumarkaði og lánsfjármarkaði um þessar mundir er ekki meiri en svo á Íslandi, þegar öllu er á botninn hvolft. Og þannig þyrfti vinnumarkaðurinn helzt einnig að vera, því að þá yrði ástandið þar friðvænlegra til langs tíma litið. Friður borgar sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Hátíð frelsarans er að hefjast. Jólin eru friðarhátíð, og frelsis. Víðsungnasti jólasálmur Íslendinga - <I>Heims um ból<P> eftir Sveinbjörn Egilsson - fjallar um frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins og frið á jörðu. Sálmaskáldið skildi, að friður útheimtir frelsi og öfugt. Þannig eiga skáldin að vera. Ófriður kallar á ófrelsi. Skoðum málið betur, og byrjum á vinnumarkaði. Hann er ekki að fullu frjáls á Íslandi og ekki heldur í ýmsum nálægum löndum. Þýzkaland er í lægð og heldur allri Evrópu niðri af þeirri höfuðástæðu, að vinnumarkaður landsins er í viðjum. Atvinnuleysið í Þýzkalandi leikur nú á bilinu 10%-11% af mannaflanum: það er of mikið. Þýzkir hagfræðingar og aðrir hafa lengi ráðið ríkisstjórn landsins að létta ýmsum hömlum af vinnumarkaði, svo að hann verði sveigjanlegri og geti fengið að starfa í friði líkt og aðrir markaðir og atvinnuleysið minnki, en stjórnin hefur hikað. Vandinn er margþættur. Lögbundnar hömlur á uppsagnir jafngilda lögboðnu atvinnuleysi, því að þær slæva vilja vinnuveitenda til að ráða til sín fólk: menn vilja helzt ekki ráða fólk í vinnu, nema þeir séu frjálsir að því að reka það aftur, einkum ungt fólk, ef í harðbakkann slær. Lögboðin lágmarkslaun og framgangsríkar kaupkröfur voldugra verklýðsfélaga hneigjast til að ýta ófaglærðu utanfélagsfólki út af vinnumarkaðinum. Of langdrægar atvinnuleysisbætur hneigjast til að sljóvga eftirsókn atvinnulausra eftir vinnu. Við þurfum ekki að glíma við þennan vanda hér á Fróni nema að litlu leyti, en hann brennur heitt á Þjóðverjum og öðrum. Stjórnvöld þar standa aðgerðarlaus frammi fyrir vandanum - ekki ráðþrota, heldur aðgerðarlaus - af ótta við andstöðu þeirra, sem standa dyggan vörð um óbreytt ástand. Vinnumarkaðurinn hér heima er að ýmsu leyti sveigjanlegri en á meginlandi Evrópu, enda er atvinnuleysi hér miklu minna en þar. En hann er ekki að fullu frjáls: landlægur ófriður á vinnumarkaði vitnar um það. Kennarar hefðu varla farið í langt verkfall á frjálsum vinnumarkaði. Nei, þeir hefðu trúlega samið í friði og spekt við marga, dreifða vinnuveitendur víðs vegar um landið. Alþjóðlegar samanburðartölur sýna, að Íslendingar tapa fleiri vinnudögum vegna vinnudeilna en nokkurt annað iðnríki. Árin 1992-2001 töpuðu Íslendingar að jafnaði 564 vinnudögum á ári á hverja þúsund starfsmenn vegna vinnudeilna. Evrópusambandslöndin töpuðu til viðmiðunar 64 vinnudögum á ári á hverja þúsund starfsmenn vegna vinnudeilna og Bandaríkin 48. Gamla ófriðarbælið, Bretland, er búið að stilla til friðar: þar tapaðist þessi sömu ár ekki nema 21 vinnudagur á ári á hverja þúsund starfsmenn í átökum um kaup og kjör. Svo er fyrir að þakka breyttri vinnulöggjöf, sem ríkisstjórn Margrétar Thatcher barði í gegn á sínum tíma. Þýzka talan er enn lægri: þar töpuðust á sama tíma aðeins níu vinnudagar á ári á hverja þúsund starfsmenn vegna vinnudeilna. Ófriður um kaup og kjör er því ekki órækur fylgifiskur markaðsfirringar í vinnumálum, heldur aðeins einn þáttur af mörgum, sem máli skipta. Hvað þarf þá til að stilla til friðar á vinnumarkaði? Það getum við séð með því að skyggnast um á vörumarkaði. Ófriður á vörumarkaði er óþekkt fyrirbæri vegna þess, að vörumarkaðurinn er í grófum dráttum frjáls. Þar semja þúsundir - nei, milljónir! - manna um verð og magn og gæði, og úr verður fjölbreytt flóra, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og flestir eru ánægðir. Þegar vörumarkaðurinn fjarlægist þessa fyrirmynd og einokun eða fákeppni ógnar frjálsri samkeppni, þá er friðinum ógnað. Þetta höfum við fengið að sjá og heyra hér heima undangengin misseri. Forsætisráðherrann okkar fyrrverandi fór ekki í stríð við kaupmanninn á horninu, heldur við stórkaupmenn og stórbankastjóra - og tapaði, því að stórkaupmenn Íslands og stórbankastjórar tryggja landsmönnum bersýnilega meiri og betri þjónustu við lægra verði en var í boði, þegar ríkið rak bankana milliliðalaust og lagði fleiri hömlur á vörukaup og viðskipti en það gerir nú. Fákeppnin á vörumarkaði og lánsfjármarkaði um þessar mundir er ekki meiri en svo á Íslandi, þegar öllu er á botninn hvolft. Og þannig þyrfti vinnumarkaðurinn helzt einnig að vera, því að þá yrði ástandið þar friðvænlegra til langs tíma litið. Friður borgar sig.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun