Stórskáldið Túrkmenbashi 21. desember 2004 00:01 Það eru fleiri þjóðarleiðtogar en Davíð Oddsson sem yrkja ljóð. Langt austur í Asíu, í Túrkmenistan, á hann skáldbróður í Saparmurat Nyazov, öðru nafni Túrkmenbashi - foringja allra Túrkmena. Nyazov þykir nokkuð einráður sem þjóðhöfðingi, landsmenn komast ekki upp með neitt múður, nánast allt sem nafn festist á í ríkinu heitir eftir honum eða mömmu hans, til dæmis mánuðir ársins, styttur af honum eru út um allt, peningaseðlar bera mynd hans. Líklega má segja að hann sé harðstjóri. En sem skáld er hann að fá prýðilega dóma fyrir ættjarðarkvæði sín - að minnsta kosti ef marka má þessa frétt í Moscow Times. Það er allavega ekki líklegt að margir í Túrkmenistan leggi í að hreyfa gagnrýni á kveðskapinn. --- --- --- Mál Bobbys Fischer vekur upp ýmsar vangaveltur. Maður getur svosem ekki verið annað en hálfpartinn sammála mönnum eins og Eiríki Bergmann sem í þætti hjá mér tók einarða prinsíppafstöðu - sagði að væri ekkert vit í að gera undantekningu fyrir þennan eina mann meðan við kæmum almennt forkastanlega fram við útlendinga sem leita hælis hér. En svo er á hitt að líta að þessi maður er partur af sögu okkar - einvígið 1972 var geysilegur viðburður í fásinni þeirra ára, Fischer hefur æ síðan verið skákþjóðinni litlu mjög hjartfólginn. Það eru líka gerðar undantekningar fyrir alls kyns minni spámenn - handboltamenn frá Kúbu, fimleikamenn frá Rússlandi. Skrítin er umræðan um meinta geðveiki Fischer - maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að hún spegli fordóma í garð geðsjúkra. Röksemdafærslan er á þá leið að við eigum ekki að hleypa honum hingað af því að hann sé veill á geði, geti jafnvel gert einhvern óskunda. En ef hann væri með krabbamein, hjartasjúkdóm eða alnæmi? Davíð Oddsson sagði að þetta væri mannúðarmál - er ekki þeim mun meiri ástæða til að bjóða Fischer hingað ef hann er sjúkur maður? Annars þekki ég þetta aðeins af eigin raun. Tók viðtal við hann fyrir fáum árum og fann að hugur hans er hnífskarpur, þótt sumt sem hann segir virki ofsafengið. Þetta er maður sem er óvenju miklum gáfum gæddur - þaðan getur leiðin verið stutt yfir í alls kyns skapgerðarveilur. Einhver stakk upp á því að hann ætti kannski bara að fá útrás í sínum eigin útvarpsþætti á Útvarpi Sögu. Hann gæti kannski orðið eins konar næturspjallari þar. --- --- --- Svo er spurningin að hve miklu leyti við séum að standa í hárinu á Bandaríkjunum? Hversu hátt nær málið í bandaríska stjórnkerfinu - eru það lúsiðnir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu sem vilja ekki að Fischer komist til Íslands eða kemur málið með einhverjum hætti til kasta sjálfs Hvíta hússins? Altént sér maður ekki betur en að Davíð ætli að standa fastur á ákvörðun sinni - sem hann tók að því er virðist nokkuð upp á sitt eindæmi. Það er lofsvert - tími er kominn til að við sýnum aðeins meiri reisn í samskiptunum við Bandaríkin. En kannski væri það versta sem gæti komið fyrir ef Bandaríkjamenn og Japanir einfaldlega færu að hegða sér eins og Íslendingar væru ekki til - létu þetta boð Davíðs eins og um vind um eyru þjóta. Það væri lítilsvirðandi fyrir litla þjóð. --- --- --- Öllu er reynt að snúa hvolf. Nú er verið að segja manni að allt sem manni var uppálagt að væri hollt sé í rauninni óhollt - kannski stórhættulegt. Klórgufur valda því að það er háskalegt að fara í sund - sérstaklega fyrir börn. Sundmennt var alla síðustu öld talin hámark heilbrigðs lífs á Íslandi - lítil börn voru send í skólasund í öllum veðrum til að herða þau. Í sjónvarpsþætti í gær var líka reynt að segja manni að það væri varasamt að taka vítamín og lýsi. Samviskusamlega á hverjum morgni gef ég Kára teskeið af lýsi - fer með rulluna um að þannig verði hann stór - og tek lýsishylki sjálfur. Á maður að hætta þessu? Eða kemur bráðum önnur rannsókn sem segir að lýsið sé ómissandi lífselexír? Munið þið þegar var verið að hella ofan í mann lýsi í skólanum í gamla daga? Nú geng ég fram. Tek fram lýsið, set C-vítamíntöflu í glas, hún leysist upp með frussi eins og gospillurnar sem voru vinsælar þegar ég var lítill - nota vökvann til að gleypa lýsispilluna og að auki fjölvítamínblöndu og töflu úr glasi sem er merkt B-stress. Vona að ég drepist ekki af þessu. Svo fer ég í sund seinna í dag. --- --- --- Er ekki íslenskt rapp dálítið hlægilegt? Fölbleikt fólk í víðum fötum, með framandi og nánast óskiljanlegar handahreyfingar, hummandi kveðskap úr svörtum gettóum. Í fyrradag heyrði ég íslenskt rapplag, sungið af ungri stúlku, með texta sem hljómaði einhvern veginn svona. "I´m a bad motherfucker, I´m a coldhearted bitch - that´s what I am!" Eða kannski er þetta allt í lagi - bara nokkurs konar nútímaútgáfa af Hallgerði langbrók? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Það eru fleiri þjóðarleiðtogar en Davíð Oddsson sem yrkja ljóð. Langt austur í Asíu, í Túrkmenistan, á hann skáldbróður í Saparmurat Nyazov, öðru nafni Túrkmenbashi - foringja allra Túrkmena. Nyazov þykir nokkuð einráður sem þjóðhöfðingi, landsmenn komast ekki upp með neitt múður, nánast allt sem nafn festist á í ríkinu heitir eftir honum eða mömmu hans, til dæmis mánuðir ársins, styttur af honum eru út um allt, peningaseðlar bera mynd hans. Líklega má segja að hann sé harðstjóri. En sem skáld er hann að fá prýðilega dóma fyrir ættjarðarkvæði sín - að minnsta kosti ef marka má þessa frétt í Moscow Times. Það er allavega ekki líklegt að margir í Túrkmenistan leggi í að hreyfa gagnrýni á kveðskapinn. --- --- --- Mál Bobbys Fischer vekur upp ýmsar vangaveltur. Maður getur svosem ekki verið annað en hálfpartinn sammála mönnum eins og Eiríki Bergmann sem í þætti hjá mér tók einarða prinsíppafstöðu - sagði að væri ekkert vit í að gera undantekningu fyrir þennan eina mann meðan við kæmum almennt forkastanlega fram við útlendinga sem leita hælis hér. En svo er á hitt að líta að þessi maður er partur af sögu okkar - einvígið 1972 var geysilegur viðburður í fásinni þeirra ára, Fischer hefur æ síðan verið skákþjóðinni litlu mjög hjartfólginn. Það eru líka gerðar undantekningar fyrir alls kyns minni spámenn - handboltamenn frá Kúbu, fimleikamenn frá Rússlandi. Skrítin er umræðan um meinta geðveiki Fischer - maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að hún spegli fordóma í garð geðsjúkra. Röksemdafærslan er á þá leið að við eigum ekki að hleypa honum hingað af því að hann sé veill á geði, geti jafnvel gert einhvern óskunda. En ef hann væri með krabbamein, hjartasjúkdóm eða alnæmi? Davíð Oddsson sagði að þetta væri mannúðarmál - er ekki þeim mun meiri ástæða til að bjóða Fischer hingað ef hann er sjúkur maður? Annars þekki ég þetta aðeins af eigin raun. Tók viðtal við hann fyrir fáum árum og fann að hugur hans er hnífskarpur, þótt sumt sem hann segir virki ofsafengið. Þetta er maður sem er óvenju miklum gáfum gæddur - þaðan getur leiðin verið stutt yfir í alls kyns skapgerðarveilur. Einhver stakk upp á því að hann ætti kannski bara að fá útrás í sínum eigin útvarpsþætti á Útvarpi Sögu. Hann gæti kannski orðið eins konar næturspjallari þar. --- --- --- Svo er spurningin að hve miklu leyti við séum að standa í hárinu á Bandaríkjunum? Hversu hátt nær málið í bandaríska stjórnkerfinu - eru það lúsiðnir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu sem vilja ekki að Fischer komist til Íslands eða kemur málið með einhverjum hætti til kasta sjálfs Hvíta hússins? Altént sér maður ekki betur en að Davíð ætli að standa fastur á ákvörðun sinni - sem hann tók að því er virðist nokkuð upp á sitt eindæmi. Það er lofsvert - tími er kominn til að við sýnum aðeins meiri reisn í samskiptunum við Bandaríkin. En kannski væri það versta sem gæti komið fyrir ef Bandaríkjamenn og Japanir einfaldlega færu að hegða sér eins og Íslendingar væru ekki til - létu þetta boð Davíðs eins og um vind um eyru þjóta. Það væri lítilsvirðandi fyrir litla þjóð. --- --- --- Öllu er reynt að snúa hvolf. Nú er verið að segja manni að allt sem manni var uppálagt að væri hollt sé í rauninni óhollt - kannski stórhættulegt. Klórgufur valda því að það er háskalegt að fara í sund - sérstaklega fyrir börn. Sundmennt var alla síðustu öld talin hámark heilbrigðs lífs á Íslandi - lítil börn voru send í skólasund í öllum veðrum til að herða þau. Í sjónvarpsþætti í gær var líka reynt að segja manni að það væri varasamt að taka vítamín og lýsi. Samviskusamlega á hverjum morgni gef ég Kára teskeið af lýsi - fer með rulluna um að þannig verði hann stór - og tek lýsishylki sjálfur. Á maður að hætta þessu? Eða kemur bráðum önnur rannsókn sem segir að lýsið sé ómissandi lífselexír? Munið þið þegar var verið að hella ofan í mann lýsi í skólanum í gamla daga? Nú geng ég fram. Tek fram lýsið, set C-vítamíntöflu í glas, hún leysist upp með frussi eins og gospillurnar sem voru vinsælar þegar ég var lítill - nota vökvann til að gleypa lýsispilluna og að auki fjölvítamínblöndu og töflu úr glasi sem er merkt B-stress. Vona að ég drepist ekki af þessu. Svo fer ég í sund seinna í dag. --- --- --- Er ekki íslenskt rapp dálítið hlægilegt? Fölbleikt fólk í víðum fötum, með framandi og nánast óskiljanlegar handahreyfingar, hummandi kveðskap úr svörtum gettóum. Í fyrradag heyrði ég íslenskt rapplag, sungið af ungri stúlku, með texta sem hljómaði einhvern veginn svona. "I´m a bad motherfucker, I´m a coldhearted bitch - that´s what I am!" Eða kannski er þetta allt í lagi - bara nokkurs konar nútímaútgáfa af Hallgerði langbrók?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun