Dvalarleyfisboðið stendur 20. desember 2004 00:01 Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira