Noregur er heimamarkaður 15. desember 2004 00:01 Útrás Íslandsbanka í Noregi hefur verið í brennidepli í haust. Íslandsbanki keypti Kredittbanken í ágúst en margir skildu ekki þau kaup. Kredittbankinn er lítill og hefur átt í fjárhagserfiðleikum. Hann hefur höfuðstöðvar í Álasundi, hjarta sjávarútvegs og skipasmíða í Noregi. Íslandsbanki fjárfesti skömmu síðar í BN banken sem er fjórði stærsti bankinn í Noregi. Þá töldu menn sig skilja viðskiptin aðeins betur. Saman voru þetta fjárfestingar upp á milljarða og fyrir þessa peninga var Íslandsbanki kominn með sterka stöðu í norskum bankaheimi. Elfar Rúnarsson og Kjartan Ólafsson hafa tekið virkan þátt í innrásinni í Noregi. Þeir segja að Íslendingum hafi verið einstaklega vel tekið. "Norðmenn eru vanir skipafjármögnun og því að fjármagna sjávarútveg en undanfarið hafa norsku bankarnir brennt sig illa á fiskeldi. Það hefur orðið til þess að allt sem tengist sjávarútvegi á erfitt framdráttar og það hefur gengið jafnt yfir alla. Undanfarin 20 ár höfum við stundað viðskipti við Noreg og þróað viðskipti frá Íslandi. Við höfum góða viðskiptavini þar," segir Kjartan Ólafsson sem eftir áramótin flyst búferlum til Noregs með fjölskyldu sína. Hann mun leiða sjávarútvegsteymi Íslandsbanka í Noregi. "Kredittbanken er einn af þeim bönkum sem lentu í vandræðum með fjármögnun í fiskeldi. Þetta er lítill svæðisbanki með heilmikla reynslu og þekkingu á fjármögnun innan sjávarútvegs. Þarna erum við með góðan mann við stjórnvölinn sem hefur nýverið tekið við. Frank Reite heitir hann og hefur unnið með sjávarútvegsfyrirtækjum um allan heim. Hann hefur unnið mikið með fjármögnun og fjárfestingar í sjávarútvegi," segir Kjartan. Íslandsbanki hefur verið í útrás á vestur- og austurströnd Norður-Ameríku, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Chile og jafnvel Suður-Afríku og Asíu auk hinna norðurlandanna í mörg ár en lítið borið á því þar sem mestmegnis hefur verið um fjármögnun að ræða. "Umhverfið er miklu samkeppnishæfara í Noregi en á mörgum öðrum stöðum. Það er okkur mikilvægt að hafa fótfestu í Noregi til þess að geta unnið jafnt að stórum sem smáum verkefnum og það er engin spurning að þar hefur okkur vantað svæðisbundna þekkingu. Með kaupunum á Kredittbankanum tryggjum við þá þekkingu og meiri nálægð við viðskiptavini," segir Kjartan. "Þegar við vinnum frá Íslandi takmarkar það vöru- og þjónustuframboðið til okkar viðskiptavina. Þegar við erum komin með Kredittbankann sem stökkpall þá getum við veitt betri þjónustu sem er áhugavert fyrir marga af okkar viðskiptavinum," segir hann og bætir við að þetta hafi verið tækifæri sem hafi verið gripið. "Módelið eins og við höfum verið að vinna það hefur virkað mjög vel en þarna erum við að stíga eitt skref fram á við, bæta þjónustuna og auka úrvalið. Í leiðinni erum við að færast nær viðskiptavinum. Þegar Kjartan flyst til Noregs þá mun það gjörbreyta allri tengslauppbyggingu og þjónustu við þessa aðila frá því sem verið hefur. Með því að vera miðsvæðis í Noregi er hann bara nokkrar mínútur að skjótast á milli staða til að hitta menn og það er auðvelt fyrir þá að koma til hans," segir Elfar. Innan Íslandsbanka er litið á sjávarútveginn sem kjölfestu. Á Íslandi eru takmarkaðir vaxtarmöguleikar en mikil þekking á sjávarútvegi og því hefur útrás bankans verið grundvölluð á honum. "Með þessum móti höfum við getað vaxið innan greinar sem við teljum okkur þekkja en þó leitað á ný mið. Við tökum þessi skref í Noregi eftir tveggja til þriggja ára viðskiptasögu. Kjarninn í Kredittbankanum er þrenns konar; sjávarútvegur, þjónusta við olíuiðnaðinn og skipasmíðaiðnaður. Í Álasundi er mikill sérhæfður iðnaður annar en skipasmíðaiðnaðurinn, t.d. húsgagnaiðnaður. Norðmenn eiga skipasmíðastöðvar í Póllandi, Rúmeníu og Brasilíu þaðan sem skrokkurinn kemur og svo fer hátæknivinnan að miklu leyti fram í Álasundi. Þarna eru sérhæfðar skipasmíðastöðvar sem eru að gera mjög skemmtilega hluti," segja þeir. "Noregur er skilgreindur sem heimamarkaður okkar ásamt Íslandi. Það er okkur mikilvægt að vera með fætur í sem flestum greinum. Norska hagkerfið er gríðarlega stöðugt og nýtur góðs af sterkum olíuiðnaði. BN bankinn er sérhæfður í fasteignaviðskiptum og sterkur á því sviði. Íslandsbanki lítur þess vegna svo á að áhættan dreifist betur með BN bankanum. Þó að fiskur sé mikilvægur fyrir okkur og þekking og skilningur á sjávarútvegi séu nauðsynleg til að geta vaxið þá horfum við til þess að geta þróað þau viðskiptasambönd yfir í aðrar greinar," segja þeir. Ákveðnar breytingar verða í sjávarútvegi í Noregi á næstu árum, til dæmis með sameiningum og aukinni hagræðingu. "Við ætlum að taka þátt í þeim virðisauka sem við sjáum fyrir okkur. Hér eru ákveðnar hugmyndir í gangi um það hvernig menn vilja vinna málin áfram ef allt fer fram sem horfir og útlitið helst jákvætt og verða stigin skref til þróunar á næstu misserum. Fyrst um sinn sjá menn fyrir sér að rækta áfram kjarnastarfsemina á báðum stöðum með óbreyttum stjórnendum á hvorum stað. Við komum inn, kynnumst þessu betur og lærum á það og lesum síðan betur í tækifærin og möguleikana. Við þekkjum styrkleika beggja banka og við þekkjum styrkleikana hjá okkur. Einingarnar styðja vel hver við aðra og viðskiptamannatengslin eru mismunandi á hverjum stað. Í útrásinni höfum við verið með ákveðin verkefni og fasteignafjármögnun sem er áhugavert að tengja enn frekar og sömuleiðis að tengja þá þekkingu sem við höfum frá Noregi við útrásina okkar hér heima. En á þessu stigi vilja menn ekki né treysta sér til að tjá sig um það hvað þeir ætla að gera. Við sjáum ótal tækifæri. Framhaldið verður síðan unnið í samvinnu við stjórnendur á hverjum stað," segja þeir. Margur ímyndar sér sjálfsagt að Íslandsbanki hyggist sameina bankana í Noregi og sjá ef til vill fyrir sér að nöfnunum verði slegið saman í BN-Kredittbanken eins og hefur verið áberandi hér við sameiningu fyrirtækja. Elfar segir að ýmsum möguleikum hafi verið kastað upp en á þessum tímapunkti sé ekkert svar. Þetta eigi eftir að skoða betur. Einingarnar séu vel starfhæfar eins og þær séu, viðskipti þeirra og starfssvið skarist ekki og þær geti hæglega unnið saman. Hvað varðar bollaleggingar um skráningu Íslandsbanka í Noregi þá staðfesta þeir að sú hugmynd hafi komið upp. Bankinn fór í skuldabréfaútgáfu nýlega í Noregi en "mér vitanlega hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort menn stefna að skráningu," segir Elfar. "Þetta er mjög áhugavert, eitthvað sem verður klárlega skoðað gaumgæfilega þegar fram líða stundir," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Útrás Íslandsbanka í Noregi hefur verið í brennidepli í haust. Íslandsbanki keypti Kredittbanken í ágúst en margir skildu ekki þau kaup. Kredittbankinn er lítill og hefur átt í fjárhagserfiðleikum. Hann hefur höfuðstöðvar í Álasundi, hjarta sjávarútvegs og skipasmíða í Noregi. Íslandsbanki fjárfesti skömmu síðar í BN banken sem er fjórði stærsti bankinn í Noregi. Þá töldu menn sig skilja viðskiptin aðeins betur. Saman voru þetta fjárfestingar upp á milljarða og fyrir þessa peninga var Íslandsbanki kominn með sterka stöðu í norskum bankaheimi. Elfar Rúnarsson og Kjartan Ólafsson hafa tekið virkan þátt í innrásinni í Noregi. Þeir segja að Íslendingum hafi verið einstaklega vel tekið. "Norðmenn eru vanir skipafjármögnun og því að fjármagna sjávarútveg en undanfarið hafa norsku bankarnir brennt sig illa á fiskeldi. Það hefur orðið til þess að allt sem tengist sjávarútvegi á erfitt framdráttar og það hefur gengið jafnt yfir alla. Undanfarin 20 ár höfum við stundað viðskipti við Noreg og þróað viðskipti frá Íslandi. Við höfum góða viðskiptavini þar," segir Kjartan Ólafsson sem eftir áramótin flyst búferlum til Noregs með fjölskyldu sína. Hann mun leiða sjávarútvegsteymi Íslandsbanka í Noregi. "Kredittbanken er einn af þeim bönkum sem lentu í vandræðum með fjármögnun í fiskeldi. Þetta er lítill svæðisbanki með heilmikla reynslu og þekkingu á fjármögnun innan sjávarútvegs. Þarna erum við með góðan mann við stjórnvölinn sem hefur nýverið tekið við. Frank Reite heitir hann og hefur unnið með sjávarútvegsfyrirtækjum um allan heim. Hann hefur unnið mikið með fjármögnun og fjárfestingar í sjávarútvegi," segir Kjartan. Íslandsbanki hefur verið í útrás á vestur- og austurströnd Norður-Ameríku, Bretlandi, Nýja-Sjálandi, Chile og jafnvel Suður-Afríku og Asíu auk hinna norðurlandanna í mörg ár en lítið borið á því þar sem mestmegnis hefur verið um fjármögnun að ræða. "Umhverfið er miklu samkeppnishæfara í Noregi en á mörgum öðrum stöðum. Það er okkur mikilvægt að hafa fótfestu í Noregi til þess að geta unnið jafnt að stórum sem smáum verkefnum og það er engin spurning að þar hefur okkur vantað svæðisbundna þekkingu. Með kaupunum á Kredittbankanum tryggjum við þá þekkingu og meiri nálægð við viðskiptavini," segir Kjartan. "Þegar við vinnum frá Íslandi takmarkar það vöru- og þjónustuframboðið til okkar viðskiptavina. Þegar við erum komin með Kredittbankann sem stökkpall þá getum við veitt betri þjónustu sem er áhugavert fyrir marga af okkar viðskiptavinum," segir hann og bætir við að þetta hafi verið tækifæri sem hafi verið gripið. "Módelið eins og við höfum verið að vinna það hefur virkað mjög vel en þarna erum við að stíga eitt skref fram á við, bæta þjónustuna og auka úrvalið. Í leiðinni erum við að færast nær viðskiptavinum. Þegar Kjartan flyst til Noregs þá mun það gjörbreyta allri tengslauppbyggingu og þjónustu við þessa aðila frá því sem verið hefur. Með því að vera miðsvæðis í Noregi er hann bara nokkrar mínútur að skjótast á milli staða til að hitta menn og það er auðvelt fyrir þá að koma til hans," segir Elfar. Innan Íslandsbanka er litið á sjávarútveginn sem kjölfestu. Á Íslandi eru takmarkaðir vaxtarmöguleikar en mikil þekking á sjávarútvegi og því hefur útrás bankans verið grundvölluð á honum. "Með þessum móti höfum við getað vaxið innan greinar sem við teljum okkur þekkja en þó leitað á ný mið. Við tökum þessi skref í Noregi eftir tveggja til þriggja ára viðskiptasögu. Kjarninn í Kredittbankanum er þrenns konar; sjávarútvegur, þjónusta við olíuiðnaðinn og skipasmíðaiðnaður. Í Álasundi er mikill sérhæfður iðnaður annar en skipasmíðaiðnaðurinn, t.d. húsgagnaiðnaður. Norðmenn eiga skipasmíðastöðvar í Póllandi, Rúmeníu og Brasilíu þaðan sem skrokkurinn kemur og svo fer hátæknivinnan að miklu leyti fram í Álasundi. Þarna eru sérhæfðar skipasmíðastöðvar sem eru að gera mjög skemmtilega hluti," segja þeir. "Noregur er skilgreindur sem heimamarkaður okkar ásamt Íslandi. Það er okkur mikilvægt að vera með fætur í sem flestum greinum. Norska hagkerfið er gríðarlega stöðugt og nýtur góðs af sterkum olíuiðnaði. BN bankinn er sérhæfður í fasteignaviðskiptum og sterkur á því sviði. Íslandsbanki lítur þess vegna svo á að áhættan dreifist betur með BN bankanum. Þó að fiskur sé mikilvægur fyrir okkur og þekking og skilningur á sjávarútvegi séu nauðsynleg til að geta vaxið þá horfum við til þess að geta þróað þau viðskiptasambönd yfir í aðrar greinar," segja þeir. Ákveðnar breytingar verða í sjávarútvegi í Noregi á næstu árum, til dæmis með sameiningum og aukinni hagræðingu. "Við ætlum að taka þátt í þeim virðisauka sem við sjáum fyrir okkur. Hér eru ákveðnar hugmyndir í gangi um það hvernig menn vilja vinna málin áfram ef allt fer fram sem horfir og útlitið helst jákvætt og verða stigin skref til þróunar á næstu misserum. Fyrst um sinn sjá menn fyrir sér að rækta áfram kjarnastarfsemina á báðum stöðum með óbreyttum stjórnendum á hvorum stað. Við komum inn, kynnumst þessu betur og lærum á það og lesum síðan betur í tækifærin og möguleikana. Við þekkjum styrkleika beggja banka og við þekkjum styrkleikana hjá okkur. Einingarnar styðja vel hver við aðra og viðskiptamannatengslin eru mismunandi á hverjum stað. Í útrásinni höfum við verið með ákveðin verkefni og fasteignafjármögnun sem er áhugavert að tengja enn frekar og sömuleiðis að tengja þá þekkingu sem við höfum frá Noregi við útrásina okkar hér heima. En á þessu stigi vilja menn ekki né treysta sér til að tjá sig um það hvað þeir ætla að gera. Við sjáum ótal tækifæri. Framhaldið verður síðan unnið í samvinnu við stjórnendur á hverjum stað," segja þeir. Margur ímyndar sér sjálfsagt að Íslandsbanki hyggist sameina bankana í Noregi og sjá ef til vill fyrir sér að nöfnunum verði slegið saman í BN-Kredittbanken eins og hefur verið áberandi hér við sameiningu fyrirtækja. Elfar segir að ýmsum möguleikum hafi verið kastað upp en á þessum tímapunkti sé ekkert svar. Þetta eigi eftir að skoða betur. Einingarnar séu vel starfhæfar eins og þær séu, viðskipti þeirra og starfssvið skarist ekki og þær geti hæglega unnið saman. Hvað varðar bollaleggingar um skráningu Íslandsbanka í Noregi þá staðfesta þeir að sú hugmynd hafi komið upp. Bankinn fór í skuldabréfaútgáfu nýlega í Noregi en "mér vitanlega hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort menn stefna að skráningu," segir Elfar. "Þetta er mjög áhugavert, eitthvað sem verður klárlega skoðað gaumgæfilega þegar fram líða stundir," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira