Reykbúr flutt vegna dópsala 15. desember 2004 00:01 Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira