Eiginkonan reyndi endurlífgun 13. desember 2004 00:01 Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gær vegna mannsins sem lést eftir þungt höfuðhögg á sveitakránni Áslák í Mosfellsbæ um helgina. "Hann var vinur okkar, kær vinur okkar allra í sveitinni," sagði Guðmundur Halldórsson, einn af eigendum staðarins, en starfsmenn fengu áfallahjálp á sveitakránni í gær. Bráðabirgðaniðurstaða úr réttarkrufningu vegna árásarinnar í Mosfellsbænum um helgina liggur fyrir í dag eða á morgun. Hálfþrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag en hann hefur játað að hafa lent í átökum. Ungi maðurinn gaf hinum látna högg á kjálka nærri eyra þegar hann var að bægja frá gestum svo að næðist að sópa upp glerbrot í anddyri. Björn Ingi Ragnarsson var með foreldrum sínum og frænku á sveitakránni umrætt kvöld. Hann sá ekki árásina en segir að glas hafi brotnað og faðir sinn stoppað fólk í dyrunum svo að það gengi ekki í glerbrotunum. "Ég veit ekki hvort pabbi hefur rekist utan í þennan mann en hann fékk kjaftshögg og lá eftir það. Hann vaknaði ekkert aftur. Ég sá þetta ekki en móðir mín er hjúkrunarfræðingur. Hún reyndi að blása lífi í hann og svo tóku við vinir föður míns og starfsmaður Ásláks, kokkurinn á staðnum. Þeir reyndu endurlífganir," sagði hann. Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur á slysadeild, segist ekki vilja tjá sig um þetta tiltekna atvik en það megi öllum ljóst vera að það sé varúðarvert að fá högg á höfuðið. Höfuðkúpan sé þunn ofan við eyra og geti t.d. brotnað auðveldlega. Þar undir sé stór æð sem skerist mjög auðveldlega. "Þetta getur gerst hratt, blæðingin er það mikil og heilinn hefur ekki pláss inni í höfuðkúpunni. Hann þrýstir mænukylfunni niður gegnum höfuðkúpuopið og viðkomandi deyr. Það er eitt af því sem getur gerst," segir hún. Maðurinn sem lést heitir Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára gamall, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ástu Jónsdóttur hjúkrunarfræðing og þrjá syni. Minningarstund var haldin í Lágafellskirkju í gærkvöld. Mikil samkennd ríkir meðal íbúa Mosfellsbæjar vegna hörmulegs fráfalls Ragnars Björnssonar.MINNINGARSTUND Í LÁGAFELLSKIRKJU. Ættingjar og vinir Ragnars Björnssonar, sem lést eftir að hafa fengið höfuðhögg á sveitakránni Ásláki aðfaranótt sunnudags, komu saman í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöld þar sem fram fór bænastund. Fjölskylda Ragnars heimilaði myndatökur við minningarathöfnina. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira