Enn á hikstiginu? 13. desember 2004 00:01 Hinn snjalli finnski stjórnandi Osmo Vänskä var hér á dögunum að stjórna Sinfóníunni við mikinn fögnuð viðstaddra sem munu hafa fengið góðar veitingar í boði KB banka eftir konsertinn með ilminn af poppkorninu sem liggur yfir Háskólabíói í nösunum. Samkvæmt blöðunum hafði Vänskä á orði að næst ætlaði hann að stjórna þessari hljómsveit í alvöru tónlistarhúsi. Bjartsýnn maður. Koma hans var áminning. Í fyrsta lagi kemur hann í kjölfar mikillar umræðu um það hvernig í ósköpunum getur staðið á því að finnsk börn eru svona miklu gáfaðri en önnur börn. Aðgreinandi þátturinn í atlæti finnskra skólabarna reyndist eftir nokkra leit sennilega vera mikið listnám þessara barna, jafnt í myndlist sem tónlist. Allir þeir sem kynnst hafa tónlistarnámi barna vita að vandfundin er betri leið til að þroska þau en sú glíma - öll börn búa yfir frjálsu sköpunarflæði og listirnar veita þessu flæði í form sem er ekki ferkantað, lokað og niðurnjörvað heldur opið og endalaust. Og svo minnti hann okkur á tónlistarhúsið sem enn er á svardaga-, nefnda- og ráðstefnustiginu - enn á hikstiginu. Og á meðan svo háttar þá er tónlistinni, drottningu listanna, í bíóhús vísað. Einhvern veginn finnst manni í endurminningunni að heitstrengingar ráðamanna um að "ákvörðun verði tekin á kjörtímabilinu" um slíkt hús séu frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar - ætli þær séu ekki jafngamlar smokkaplakatinu? Einhver ógurleg tregða virðist vera þar sem þetta hús er annars vegar, þrátt fyrir ráðherra á borð við Björn Bjarnason sem hafði einlægan vilja til að stuðla að byggingu hússins. Borgarstjórnarmeirihlutinn þurfti að því er virtist að ræða þetta fram og aftur, í stað þess að gera bara eins og Kópavogsbúar gerðu undir forystu Sigurðar Geirdal og Gunnars Birgissonar: að reisa slíkt hús. Stundum sýnist manni að nokkuð skorti á að núverandi meirihluti í Reykjavík geri sér fulla grein fyrir því að menningarverðmæti hafa gildi í sjálfum sér og þurfa ekki á neinu öðru að halda - ekki frekar en íþróttahús sem þessi meirihluti reisir þó án teljandi heilabrota; ekki hvarflar að neinum að íþróttahöllin sem nú rís í Laugardalnum innan um alla tómu fótboltavellina eigi að nýtast sem hótel eða ráðstefnuhús. Þar mun stokkið á stöng, kúlum grýtt og spjótum kastað og hlaupið í marga hringi, vegna þess að það hefur að sögn svo mikið forvarnargildi, og hætta talin á að æskulýðurinn ánetjist eiturlyfjum ef þetta er ekki stundað - sem vel má vera. En þegar kemur hins vegar að öðrum menningarverðmætum er meirihlutinn ekki í rónni fyrr en honum hefur tekist að reisa kringum þau hótel. Þannig var á sínum tíma tekin sú einkennilega ákvörðun að reisa hótel yfir ummerki frá sjálfu landnámi landsins, elstu menjar um byggð á Íslandi - og enn virðast stjórnendur borgarinnar vera að reyna að réttlæta það bruðl og óráðsíu sem tónlistarhús sé með því að tengja öll áform um slíka byggingu við hótel og ráðstefnuhald. Eftir miklar vangaveltur og lóðaflakk um borgina komst málið á rekspöl árið 2002 þegar þáverandi borgarstjóri og menntamálaráðherra tóku höndum saman og stefnt er að því að ljúka byggingu tónlistarhúss - með hinum niðurlægjandi og fullkomlega óþörfu aukafúnksjónum ráðstefnuhalds og hótelrekstrar - árið 2006. Dugmikill maður, Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur til margra ára, stýrir verkinu og kannski fer svo á endanum að Osmo Vänskä auðnist að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í húsi sem reist er sérstaklega til að flytja þar tónlist. Vonandi. Hitt er óneitanlega sérkennilegt að yfirvöld virðast ekki telja að óperuflutningur eigi heima í slíku húsi og leggja ekki eyrun við þrálátum tilmælum óperufrömuða um að endurskoða þá ákvörðun. Borgaryfirvöld virðast á þeirri skoðun að ráðstefnur um til dæmis útflutning á dilkakjöti eða eyrnabólgur eigi betur heima í tónlistarhúsi en óperur. Það er vissulega sjónarmið. Hitt virðist ljóst að sú þráhyggja borgaryfirvalda að ekki sé forsvaranlegt að reisa hús sem aðeins er helgað tónlistinni hefur tafið þetta mál fram úr hófi og gerir enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hinn snjalli finnski stjórnandi Osmo Vänskä var hér á dögunum að stjórna Sinfóníunni við mikinn fögnuð viðstaddra sem munu hafa fengið góðar veitingar í boði KB banka eftir konsertinn með ilminn af poppkorninu sem liggur yfir Háskólabíói í nösunum. Samkvæmt blöðunum hafði Vänskä á orði að næst ætlaði hann að stjórna þessari hljómsveit í alvöru tónlistarhúsi. Bjartsýnn maður. Koma hans var áminning. Í fyrsta lagi kemur hann í kjölfar mikillar umræðu um það hvernig í ósköpunum getur staðið á því að finnsk börn eru svona miklu gáfaðri en önnur börn. Aðgreinandi þátturinn í atlæti finnskra skólabarna reyndist eftir nokkra leit sennilega vera mikið listnám þessara barna, jafnt í myndlist sem tónlist. Allir þeir sem kynnst hafa tónlistarnámi barna vita að vandfundin er betri leið til að þroska þau en sú glíma - öll börn búa yfir frjálsu sköpunarflæði og listirnar veita þessu flæði í form sem er ekki ferkantað, lokað og niðurnjörvað heldur opið og endalaust. Og svo minnti hann okkur á tónlistarhúsið sem enn er á svardaga-, nefnda- og ráðstefnustiginu - enn á hikstiginu. Og á meðan svo háttar þá er tónlistinni, drottningu listanna, í bíóhús vísað. Einhvern veginn finnst manni í endurminningunni að heitstrengingar ráðamanna um að "ákvörðun verði tekin á kjörtímabilinu" um slíkt hús séu frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar - ætli þær séu ekki jafngamlar smokkaplakatinu? Einhver ógurleg tregða virðist vera þar sem þetta hús er annars vegar, þrátt fyrir ráðherra á borð við Björn Bjarnason sem hafði einlægan vilja til að stuðla að byggingu hússins. Borgarstjórnarmeirihlutinn þurfti að því er virtist að ræða þetta fram og aftur, í stað þess að gera bara eins og Kópavogsbúar gerðu undir forystu Sigurðar Geirdal og Gunnars Birgissonar: að reisa slíkt hús. Stundum sýnist manni að nokkuð skorti á að núverandi meirihluti í Reykjavík geri sér fulla grein fyrir því að menningarverðmæti hafa gildi í sjálfum sér og þurfa ekki á neinu öðru að halda - ekki frekar en íþróttahús sem þessi meirihluti reisir þó án teljandi heilabrota; ekki hvarflar að neinum að íþróttahöllin sem nú rís í Laugardalnum innan um alla tómu fótboltavellina eigi að nýtast sem hótel eða ráðstefnuhús. Þar mun stokkið á stöng, kúlum grýtt og spjótum kastað og hlaupið í marga hringi, vegna þess að það hefur að sögn svo mikið forvarnargildi, og hætta talin á að æskulýðurinn ánetjist eiturlyfjum ef þetta er ekki stundað - sem vel má vera. En þegar kemur hins vegar að öðrum menningarverðmætum er meirihlutinn ekki í rónni fyrr en honum hefur tekist að reisa kringum þau hótel. Þannig var á sínum tíma tekin sú einkennilega ákvörðun að reisa hótel yfir ummerki frá sjálfu landnámi landsins, elstu menjar um byggð á Íslandi - og enn virðast stjórnendur borgarinnar vera að reyna að réttlæta það bruðl og óráðsíu sem tónlistarhús sé með því að tengja öll áform um slíka byggingu við hótel og ráðstefnuhald. Eftir miklar vangaveltur og lóðaflakk um borgina komst málið á rekspöl árið 2002 þegar þáverandi borgarstjóri og menntamálaráðherra tóku höndum saman og stefnt er að því að ljúka byggingu tónlistarhúss - með hinum niðurlægjandi og fullkomlega óþörfu aukafúnksjónum ráðstefnuhalds og hótelrekstrar - árið 2006. Dugmikill maður, Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur til margra ára, stýrir verkinu og kannski fer svo á endanum að Osmo Vänskä auðnist að stjórna Sinfóníuhljómsveitinni í húsi sem reist er sérstaklega til að flytja þar tónlist. Vonandi. Hitt er óneitanlega sérkennilegt að yfirvöld virðast ekki telja að óperuflutningur eigi heima í slíku húsi og leggja ekki eyrun við þrálátum tilmælum óperufrömuða um að endurskoða þá ákvörðun. Borgaryfirvöld virðast á þeirri skoðun að ráðstefnur um til dæmis útflutning á dilkakjöti eða eyrnabólgur eigi betur heima í tónlistarhúsi en óperur. Það er vissulega sjónarmið. Hitt virðist ljóst að sú þráhyggja borgaryfirvalda að ekki sé forsvaranlegt að reisa hús sem aðeins er helgað tónlistinni hefur tafið þetta mál fram úr hófi og gerir enn.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun