Vændi Össur um lygi 9. desember 2004 00:01 Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins. Þetta var fjörugur dagur í þinginu og greinilegt að stefnir í heitan endasprett fyrir jól. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar voru bitbeinið framan af degi og það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, sem mælti fyrir hönd annars minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði þá auknu misskiptingu sem er að verða hér á landi blasa hvarvetna við - annars vegar í lífskjörum þeirra sem raki til sín milljónum, og jafnvel milljörðum, og svo þeirra sem varla geti séð sér og sínum farborða. Össur Skarphéðinsson í hinum minnihlutanum sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lækkun matarskatts. Hann lenti í rimmu við Dagnýju Jónsdóttur sem sagði Össur ljúga varðandi það að Framsóknarflokkurinn hefði stöðvað lækkun matarskatts. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var ekki hrifinn af tungutaki þingmannsins og bað hann að gæta háttsemi í tungutaki sínu. Össur þakkaði forsetanum fyrir tilraun til að ala upp þingmenn Framsóknar og sagðist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að það mætti vel takast. Össur sagði Pétur Blöndal, formann efnahags og viðskiptanefndar, týndan í skóginum. Pétur svaraði með því að spyrja hvort formaður Samfylkingarinnar væri á móti því að fella niður eignaskatt, lækka tekjuskatt svo fólk hefði hvata til að vinna meira og afla sér menntunar og hækka barnabætur. Um það snerist nefnilega frumvarpið og sagði Pétur að aðalrök Össurar hafi verið að fjármálaráðherra hafi vælt eins og grís. Össur svaraði því til að andmælandi hans mætti þakka fyrir að hann notaði ekki orð eins og „grístittur“ um ýmsa þingmenn og ráðherra. „Ég er bara kurteisari en svo að ég geri það,“ sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Hart var tekist á um skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vændi Össur Skarphéðinsson, formann Samfylkingarinnar, um lygi og var áminnt fyrir af forseta þingsins. Þetta var fjörugur dagur í þinginu og greinilegt að stefnir í heitan endasprett fyrir jól. Skattalækkanir ríkisstjórnarinnar voru bitbeinið framan af degi og það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, sem mælti fyrir hönd annars minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hann sagði þá auknu misskiptingu sem er að verða hér á landi blasa hvarvetna við - annars vegar í lífskjörum þeirra sem raki til sín milljónum, og jafnvel milljörðum, og svo þeirra sem varla geti séð sér og sínum farborða. Össur Skarphéðinsson í hinum minnihlutanum sagði Framsóknarflokkinn hafa staðið í vegi fyrir lækkun matarskatts. Hann lenti í rimmu við Dagnýju Jónsdóttur sem sagði Össur ljúga varðandi það að Framsóknarflokkurinn hefði stöðvað lækkun matarskatts. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var ekki hrifinn af tungutaki þingmannsins og bað hann að gæta háttsemi í tungutaki sínu. Össur þakkaði forsetanum fyrir tilraun til að ala upp þingmenn Framsóknar og sagðist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að það mætti vel takast. Össur sagði Pétur Blöndal, formann efnahags og viðskiptanefndar, týndan í skóginum. Pétur svaraði með því að spyrja hvort formaður Samfylkingarinnar væri á móti því að fella niður eignaskatt, lækka tekjuskatt svo fólk hefði hvata til að vinna meira og afla sér menntunar og hækka barnabætur. Um það snerist nefnilega frumvarpið og sagði Pétur að aðalrök Össurar hafi verið að fjármálaráðherra hafi vælt eins og grís. Össur svaraði því til að andmælandi hans mætti þakka fyrir að hann notaði ekki orð eins og „grístittur“ um ýmsa þingmenn og ráðherra. „Ég er bara kurteisari en svo að ég geri það,“ sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira