Deilt um Írak 7. desember 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira