Eldvörnum fyrirtækja áfátt 24. nóvember 2004 00:01 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur eldvörnum 236 fyrirtækja í umdæminu vera verulega áfátt. Níu fyrirtækjum hefur verið hótað dagsektum geri þau ekki nauðsynlegar úrbætur. Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur er meðal þeirra sem hafa dagsektir hangandi yfir sér vegna slakra brunavarna. Eldsvoðinn hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hefur beint sjónum manna að brunavörnum annarra fyrirtækja en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerði eldvarnareftirlitið alvarlegar athugasemdir í sumar við dekkjahauginn sem kviknaði í á mánudaginn. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurft að senda 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. 236 þeirra hafa enn ekki lokið nauðsynlegum úrbótum og má búast við að einhverjir þeirra verði látnir sæta dagsektum. Slíkar sektir vofa yfir níu þeirra en þeim er ekki beitt nema að ríkar ástæður búi að baki. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er gripið til dagsekta í þeim tilvikum þar sem öryggi fólks er talið í hættu vegna umtalsverðra ágalla á eldvörnum. Aðdragandi álagningarinnar er flókinn og þungur í vöfum, til dæmis er veittur andmælaréttur og frestir gefnir til úrbóta. Heimild sveitarfélags þarf til að hægt sé að innheimta sektina. Sektirnar eru ákveðið hlutfall af brunabótamati, þó aldrei hærri en 500.000 þúsund krónur á dag. Eldvarnaeftirlitið hefur um skeið haft eldvarnir endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar til skoðunar og hefur málið komist á það stig að óskað hefur verið eftir heimild til að leggja sektir á stofnunina. Í september tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar beiðnina fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Framhald málsins er á þessari stundu ekki ljóst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins telur eldvörnum 236 fyrirtækja í umdæminu vera verulega áfátt. Níu fyrirtækjum hefur verið hótað dagsektum geri þau ekki nauðsynlegar úrbætur. Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur er meðal þeirra sem hafa dagsektir hangandi yfir sér vegna slakra brunavarna. Eldsvoðinn hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás hefur beint sjónum manna að brunavörnum annarra fyrirtækja en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær gerði eldvarnareftirlitið alvarlegar athugasemdir í sumar við dekkjahauginn sem kviknaði í á mánudaginn. Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurft að senda 531 húseiganda athugasemdir vegna ónógra brunavarna. 236 þeirra hafa enn ekki lokið nauðsynlegum úrbótum og má búast við að einhverjir þeirra verði látnir sæta dagsektum. Slíkar sektir vofa yfir níu þeirra en þeim er ekki beitt nema að ríkar ástæður búi að baki. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins er gripið til dagsekta í þeim tilvikum þar sem öryggi fólks er talið í hættu vegna umtalsverðra ágalla á eldvörnum. Aðdragandi álagningarinnar er flókinn og þungur í vöfum, til dæmis er veittur andmælaréttur og frestir gefnir til úrbóta. Heimild sveitarfélags þarf til að hægt sé að innheimta sektina. Sektirnar eru ákveðið hlutfall af brunabótamati, þó aldrei hærri en 500.000 þúsund krónur á dag. Eldvarnaeftirlitið hefur um skeið haft eldvarnir endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar til skoðunar og hefur málið komist á það stig að óskað hefur verið eftir heimild til að leggja sektir á stofnunina. Í september tók bæjarstjórn Mosfellsbæjar beiðnina fyrir en afgreiðslu málsins var frestað. Framhald málsins er á þessari stundu ekki ljóst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira