Hafa náð tökum á eldinum en eiga mikið starf fyrir höndum 13. október 2005 15:02 Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Slökkviliðið í Reykjavík virðist hafa náð tökum á eldinum á svæði Hringrásar við Klettagarða. Það skíðlogar þó enn í stórum haugum af ýsmu rusli en ekki er óttast að eldurinn breiðist frekar út. Mikinn reyk leggur enn frá svæðinu. Ljóst er að slökkviliðsmenn eiga langa nótt fyrir höndum. Allt tiltækt lið höfuðborgarsvæðisins hefur verið að störfum frá því klukkan tíu í gærkvöld og hefur aðstoð borist frá nágrannasveitarfélögum og frá Keflavíkurflugvelli. Slökkviliðsmenn nota nú gröfur til að moka úr haugnum þar sem eldurinn er mestur. Gríðarlegan reykjarmökk lagði yfir stórt svæði í nágrenninu og voru íbúðir á Kleppsvegi rýmdar, allt frá Dalbraut að Laugarnesvegi. Alls eru skráðir 567 manns í þeim íbúðum sem rýmdar voru en einhverjir voru ekki heima. Fólkið var flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Langholtsskóla. Einhverjir fór þó beint til ættingja og vina og gista þar í nótt. Þeir sem ekki eiga í önnur hús að venda fá að gista í Langholtsskóla í nótt. Læknar og hjúkrunarfólk er til taks í fjöldahjálparstöðinni. Engum verður leyft að snúa heim fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Ætlunin er að reykræsta íbúðir í nágrenninu en ljós þykir að einhverjar skemmdir hafi orðið af völdum reyks sem lagði yfir svæðið. Lögregla kallaði út aukamannskap og hefur verið tvöföld vakt frá því eldurinn kviknaði.Þá voru björgunarsveitir kallaðar út um klukkan ellefu í gærkvöld og aðstoðuð þær við brottflutning fólks. Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum og aðstoða lögreglu við gæslu. Ekki er vitað um nein alvarleg slys á fólki, einhverjir leituðu aðstoðar vegna snerts af reykeitrun og fregnir voru af einum slökkviliðsmanni sem slasaðist lítillega. Ekki liggur fyrr hversu mikið tjón hefur orðið í þessum stórbruna en ljóst er að það er umtalsvert, bæði á svæði Hringrásar og í nærliggjandi íbúðum. Rauði krossinn hefur opnað upplýsingasíma þar sem menn geta fengið upplýsingar um ættingja sína, síminn er 1717.MYNDASÍÐA
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira