Viðskiptalífið hafi lært lexíu 11. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira