Essó var leiðandi í hækkunum 11. nóvember 2004 00:01 Verð á bensíni til almennra neytenda var yfirleitt það sama hjá olíufélögunum frá árinu 1993 til loka ársins 2001, en þetta er það tímabil sem skýrsla samkeppnisráðs nær yfir. Á tímabilinu frá 1993 til 1996 voru tilkynningar olíufélaganna um verðbreytingar á bensíni oftast nær dagsettar sama dag. Einungis tvisvar var tilkynning eins félags dagsett einum degi á undan tilkynningum hinna. Yfirleitt var 10 til 20 aura munur á lítraverði á eldsneyti til almennings á þessu tímabili en í fáein skipti voru þó öll félögin með sama verð á 95 oktana bensíni. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs var aldrei um það að ræða að eitt félag væri annað hvort með lægsta eða hæsta verð á öllum tegundunum þremur (92, 95 og 98 oktana bensíni), heldur var eitt félag lægst í einni tegund en annað í annarri tegund og það þriðja í þriðju tegundinni. Dregið úr framboði Samkvæmt skýrslunni urðu þátttaskil í verðbreytingum á eldsneyti til almennings árið 1996. Þá höfðu þau samráð um að taka 92ja oktana bensín út af markaðnum. Á sama tíma var hætt að selja 98 oktana blýbensín og blýlaust bensín kom í staðinn. Framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Skeljungi og innkaupastjóri Essó á eldsneyti hittust 13. febrúar til að undirbúa kynningu á þeirri ákvörðun að hætta að flytja inn 92ja oktana bensín. Samkvæmt fundargerð hefur Essó verið mótfallið sameiginlegum kynningarfundi forstjóra félaganna "... þar sem erfitt verði að svara fyrir fullyrðingar um samráð," segir í fundargerðinni. Essó var hins vegar tilbúið að senda út sameiginlega fréttatilkynningu. Samkeppnisráð telur að með þessari ákvörðun sinni hafi olíufélögin dregið úr framboði á markaðnum og takmarkað valkosti neytenda sem sé skýrt brot á samkeppnislögum. Essó varð leiðandi Í byrjun ársins 1996 telur samkeppnisráð víst að olíufélögin þrjú hafi átt í viðræðum um það hvert þeirra ætti að leiða verðmyndun á eldsneyti. Þann 30 apríl 1996 fór framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi í ferð með starfsbróður sínum hjá Olís og greindi frá ferðinni í tölvupósti til Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. "Verðumræður. Þeirra tillaga var, að acceptera [samþykkja] að Essó væri price leader [leiðandi í verðbreytingum] og við hin fylgdum," segir í tölvupóstinum. Í viðræðum framkvæmdastjóra fjármálasviðs Essó við starfsmenn Samkeppnisstofnunar í apríl 2002 er þetta staðfest. Þar sagðist framkvæmdastjórinn ekki getað neitað því að umræðan um að Essó yrði leiðandi í verðhækkunum hafi átt sér stað milli olíufélaganna. Hann sagði einnig að Essó hefði tekið ákvörðun um að verða leiðandi. Geir Magnússon, forstjóri Essó, sagði ennfremur í viðtali við starfsmenn Samkeppnisstofnunar að Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefði lýst þeirri skoðun við hann að Essó yrði viðurkennt sem leiðandi í verðbreytingum. Með vísan, meðal annars til þessa, telur samkeppnisráð ljóst að olíufélögin hafi átt í viðræðum um það hvert þeirra ætti að leiða verðmyndun á eldsneyti. Þessu til frekari stuðnings bendir samkeppnisráð á tölvupóst sem framkvæmdastjóri stórviðskipta Skeljungs sendi forstjóra félagsins 30. nóvember árið 2000. Í póstinum vísar hann á að á heimasíðu Essó komi fram að félagið muni lækka bensín um tvær krónur, gasolíur breytist ekki en svartolía hækki um 70 aura. "Þá er línan lögð eða hvað? Við getum ekki lækkað minna," segir í tölvupóstinum. Líkt og Essó lækkuðu síðan Olís og Skeljungur lítraverð á 95 oktana bensíni úr 98 krónum í 96 krónur 1. desember árið 2000. Frá og með verðákvörðun í apríl 1996 til ársloka 2001 hvarf sá 10 til 20 aura munur á lítraverði sem hafði verið frá árinu 1993 ef undan er skilið merkilegt frávik sem varð í maí árið 2001. Frá 1996 til 1998 áttu verðbreytingar sér ýmist stað um mánaðamót eða á öðrum tíma. Frá september árið 1998 og til ársloka 2001 varð meginreglan sú að verðbreytingar áttu sér stað um mánaðamót og ákváðu olíufélögin ávallt sama bensínverð nema í maí árið 2001. "Verðstríðið" í maí Samkvæmt venju hækkuðu olíufélögin þrjú öll verð á 95 oktana bensíni 1. maí árið 2001 úr 96,30 krónum lítrann í 102,90. Ástæðan var sögð vera hækkun á heimsmarkaðsverði, styrking dollarans og veiking krónunnar. Í kjölfar bensínhækkunarinnar hækkaði dollarinn meira. Geir Magnússon, forstjóri Essó, upplýsti á fundi hjá Samkeppnisstofnun að á stjórnarfundi 2. maí hefði verið ákveðið að hækka aftur verð á eldsneyti 3. maí. Hann sagði að venjulega hefði stjórnin ekki tekið þátt í slíkri ákvörðun. Þann 3. maí hækkaði síðan Essó lítraverðið á 95 oktana bensíni úr 102,90 krónum í 106,30. Olís og Skeljungur hækkuðu hins vegar ekki verð þann dag. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að Geir hafi rætt við Einar Benediktsson, forstjóra Olís, í síma 4. maí og meðal annars sagt honum að Essó myndi ekki eitt halda uppi verði á eldsneyti. Hann sagðist ekki hafa rætt þessi mál við Kristinn Björnsson, forstjóra Skeljungs, en hafa heyrt að Einar hefði gert það. Daginn eftir símtalið milli Geirs og Einars hækkaði Olís síðan verðið til jafns við Essó. Einar staðfesti í viðtali hjá Samkeppnisstofnun að Geir hefði "skammað" sig fyrir að hækka ekki verðið 3. maí. Skeljungur hækkaði hins vegar ekki verð á eldsneyti á þessum tíma og leiddi það til þess að Essó og Olís lækkuðu aftur verðið 8. maí. Þá lækkaði Essó í það sama og Skeljungur eða 102,90 krónur lítrann af 95 oktana bensíni en Olís lækkaði í 101,90 krónur lítrann. Þann 16. maí hækkaði síðan Olís til samræmis við hin félögin. Var lítraverðið því 102,90 hjá öllum. Olíufélögin stilltu síðan aftur saman strengi sína í byrjun júní. Það gekk hins vegar ekki alveg snurðulaust fyrir sig því 1. júní hækkaði Olís í 107,90 en hin félögin gerðu það ekki fyrr en 5. og 6. júní. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs fór þetta eitthvað illa í Einar því hann upplýsti hjá Samkeppnisstofnun að hafa "skammað" aðstoðarforstjóra Skeljungs fyrir að hafa ekki hækkað verð strax 1. júní. Þess ber að geta að Kristinn var í fríi frá 27. maí til 10. júní. Þess vegna hafði Einar samband við aðstoðarforstjórann. Fjölmiðlar bitu á agnið Athyglisvert er að skoða hækkanir og lækkanir olíufélaganna í maí út frá opinberri umræðu um málið. Fjölmiðlar landsins líktu ástandinu við verðstríð á bensínmarkaði og setti Félag íslenskra bifreiðaeigenda upp sérstaka bensínverðvakt á heimasíðu sinni. Morgunblaðið birti frétt 9. maí árið 2001 undir fyrirsögninni "Örar verðlækkanir á bensínmarkaði." "Nokkurs taugatitrings gætti á bensínmarkaði í gær [8. maí 2001] og breyttist verð á sjálfsafgreiðslustöðvum ört eftir því sem leið á daginn. Olíufélagið hefur ákveðið að lækka eldsneyti á ný, sem nemur hækkun félagsins á verði bensíns þann 4. maí," segir í fréttinni. Á sama tíma og fjölmiðlar ræddu um verðstríð á bensínmarkaði skömmuðust forstjórar félaganna hvor út í annan fyrir að fylgja ekki þeirri hefð sem við lýði var í verðlagningu bensíns á íslenskum olíumarkaði. Athyglisvert er einnig að hafa í huga að skömmu áður en "nokkurs taugatitrings gætti á bensínmarkaði" hafði samkeppnisráð ákvarðað um ólögmætt samráð fyrirtækja á grænmetis- og ávaxtamarkaði. Kristinn boðaði meðal annars forstjóra Olís og Essó til fundar 5. apríl 2001 vegna málsins og ummæla Sigurðar G. Guðjónssonar, sem þá var lögmaður eins grænmetisfyrirtækisins. Sigurður G. hafði látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að nauðsynlegt væri að rannsaka hugsanlegt samráð olíufélaganna. Samstilltar og taktfastar verðbreytingar Með hliðsjón af lýsingum forsvarsmanna Essó og Olís á samstarfi félaganna um verðbreytingar telur samkeppnisráð líklegt að minniháttar mismunur á bensínverði olíufélaganna frá árinu 1993 til 1996 hafi verið ákveðinn til þess að dylja ólögmætt samstarf þeirra. Samkeppnisráð telur að samanburður á verðlistum félaganna styðji ekki það viðhorf þeirra að verulega hafi dregið úr samstarfi þeirra í verðlagsmálum á árinu 1997 eða síðar. Ef undan sé skilið "verðstríðið" í maí 2001, gefi slíkur samanburður þvert á móti til kynna að verðbreytingar félaganna hafi orðið samstilltari og taktfastari á árunum 1998 til 2001 heldur en áður var. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Verð á bensíni til almennra neytenda var yfirleitt það sama hjá olíufélögunum frá árinu 1993 til loka ársins 2001, en þetta er það tímabil sem skýrsla samkeppnisráðs nær yfir. Á tímabilinu frá 1993 til 1996 voru tilkynningar olíufélaganna um verðbreytingar á bensíni oftast nær dagsettar sama dag. Einungis tvisvar var tilkynning eins félags dagsett einum degi á undan tilkynningum hinna. Yfirleitt var 10 til 20 aura munur á lítraverði á eldsneyti til almennings á þessu tímabili en í fáein skipti voru þó öll félögin með sama verð á 95 oktana bensíni. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs var aldrei um það að ræða að eitt félag væri annað hvort með lægsta eða hæsta verð á öllum tegundunum þremur (92, 95 og 98 oktana bensíni), heldur var eitt félag lægst í einni tegund en annað í annarri tegund og það þriðja í þriðju tegundinni. Dregið úr framboði Samkvæmt skýrslunni urðu þátttaskil í verðbreytingum á eldsneyti til almennings árið 1996. Þá höfðu þau samráð um að taka 92ja oktana bensín út af markaðnum. Á sama tíma var hætt að selja 98 oktana blýbensín og blýlaust bensín kom í staðinn. Framkvæmdastjóri markaðssviðs stórnotenda hjá Olís, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Skeljungi og innkaupastjóri Essó á eldsneyti hittust 13. febrúar til að undirbúa kynningu á þeirri ákvörðun að hætta að flytja inn 92ja oktana bensín. Samkvæmt fundargerð hefur Essó verið mótfallið sameiginlegum kynningarfundi forstjóra félaganna "... þar sem erfitt verði að svara fyrir fullyrðingar um samráð," segir í fundargerðinni. Essó var hins vegar tilbúið að senda út sameiginlega fréttatilkynningu. Samkeppnisráð telur að með þessari ákvörðun sinni hafi olíufélögin dregið úr framboði á markaðnum og takmarkað valkosti neytenda sem sé skýrt brot á samkeppnislögum. Essó varð leiðandi Í byrjun ársins 1996 telur samkeppnisráð víst að olíufélögin þrjú hafi átt í viðræðum um það hvert þeirra ætti að leiða verðmyndun á eldsneyti. Þann 30 apríl 1996 fór framkvæmdastjóri markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi í ferð með starfsbróður sínum hjá Olís og greindi frá ferðinni í tölvupósti til Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. "Verðumræður. Þeirra tillaga var, að acceptera [samþykkja] að Essó væri price leader [leiðandi í verðbreytingum] og við hin fylgdum," segir í tölvupóstinum. Í viðræðum framkvæmdastjóra fjármálasviðs Essó við starfsmenn Samkeppnisstofnunar í apríl 2002 er þetta staðfest. Þar sagðist framkvæmdastjórinn ekki getað neitað því að umræðan um að Essó yrði leiðandi í verðhækkunum hafi átt sér stað milli olíufélaganna. Hann sagði einnig að Essó hefði tekið ákvörðun um að verða leiðandi. Geir Magnússon, forstjóri Essó, sagði ennfremur í viðtali við starfsmenn Samkeppnisstofnunar að Einar Benediktsson, forstjóri Olís, hefði lýst þeirri skoðun við hann að Essó yrði viðurkennt sem leiðandi í verðbreytingum. Með vísan, meðal annars til þessa, telur samkeppnisráð ljóst að olíufélögin hafi átt í viðræðum um það hvert þeirra ætti að leiða verðmyndun á eldsneyti. Þessu til frekari stuðnings bendir samkeppnisráð á tölvupóst sem framkvæmdastjóri stórviðskipta Skeljungs sendi forstjóra félagsins 30. nóvember árið 2000. Í póstinum vísar hann á að á heimasíðu Essó komi fram að félagið muni lækka bensín um tvær krónur, gasolíur breytist ekki en svartolía hækki um 70 aura. "Þá er línan lögð eða hvað? Við getum ekki lækkað minna," segir í tölvupóstinum. Líkt og Essó lækkuðu síðan Olís og Skeljungur lítraverð á 95 oktana bensíni úr 98 krónum í 96 krónur 1. desember árið 2000. Frá og með verðákvörðun í apríl 1996 til ársloka 2001 hvarf sá 10 til 20 aura munur á lítraverði sem hafði verið frá árinu 1993 ef undan er skilið merkilegt frávik sem varð í maí árið 2001. Frá 1996 til 1998 áttu verðbreytingar sér ýmist stað um mánaðamót eða á öðrum tíma. Frá september árið 1998 og til ársloka 2001 varð meginreglan sú að verðbreytingar áttu sér stað um mánaðamót og ákváðu olíufélögin ávallt sama bensínverð nema í maí árið 2001. "Verðstríðið" í maí Samkvæmt venju hækkuðu olíufélögin þrjú öll verð á 95 oktana bensíni 1. maí árið 2001 úr 96,30 krónum lítrann í 102,90. Ástæðan var sögð vera hækkun á heimsmarkaðsverði, styrking dollarans og veiking krónunnar. Í kjölfar bensínhækkunarinnar hækkaði dollarinn meira. Geir Magnússon, forstjóri Essó, upplýsti á fundi hjá Samkeppnisstofnun að á stjórnarfundi 2. maí hefði verið ákveðið að hækka aftur verð á eldsneyti 3. maí. Hann sagði að venjulega hefði stjórnin ekki tekið þátt í slíkri ákvörðun. Þann 3. maí hækkaði síðan Essó lítraverðið á 95 oktana bensíni úr 102,90 krónum í 106,30. Olís og Skeljungur hækkuðu hins vegar ekki verð þann dag. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að Geir hafi rætt við Einar Benediktsson, forstjóra Olís, í síma 4. maí og meðal annars sagt honum að Essó myndi ekki eitt halda uppi verði á eldsneyti. Hann sagðist ekki hafa rætt þessi mál við Kristinn Björnsson, forstjóra Skeljungs, en hafa heyrt að Einar hefði gert það. Daginn eftir símtalið milli Geirs og Einars hækkaði Olís síðan verðið til jafns við Essó. Einar staðfesti í viðtali hjá Samkeppnisstofnun að Geir hefði "skammað" sig fyrir að hækka ekki verðið 3. maí. Skeljungur hækkaði hins vegar ekki verð á eldsneyti á þessum tíma og leiddi það til þess að Essó og Olís lækkuðu aftur verðið 8. maí. Þá lækkaði Essó í það sama og Skeljungur eða 102,90 krónur lítrann af 95 oktana bensíni en Olís lækkaði í 101,90 krónur lítrann. Þann 16. maí hækkaði síðan Olís til samræmis við hin félögin. Var lítraverðið því 102,90 hjá öllum. Olíufélögin stilltu síðan aftur saman strengi sína í byrjun júní. Það gekk hins vegar ekki alveg snurðulaust fyrir sig því 1. júní hækkaði Olís í 107,90 en hin félögin gerðu það ekki fyrr en 5. og 6. júní. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs fór þetta eitthvað illa í Einar því hann upplýsti hjá Samkeppnisstofnun að hafa "skammað" aðstoðarforstjóra Skeljungs fyrir að hafa ekki hækkað verð strax 1. júní. Þess ber að geta að Kristinn var í fríi frá 27. maí til 10. júní. Þess vegna hafði Einar samband við aðstoðarforstjórann. Fjölmiðlar bitu á agnið Athyglisvert er að skoða hækkanir og lækkanir olíufélaganna í maí út frá opinberri umræðu um málið. Fjölmiðlar landsins líktu ástandinu við verðstríð á bensínmarkaði og setti Félag íslenskra bifreiðaeigenda upp sérstaka bensínverðvakt á heimasíðu sinni. Morgunblaðið birti frétt 9. maí árið 2001 undir fyrirsögninni "Örar verðlækkanir á bensínmarkaði." "Nokkurs taugatitrings gætti á bensínmarkaði í gær [8. maí 2001] og breyttist verð á sjálfsafgreiðslustöðvum ört eftir því sem leið á daginn. Olíufélagið hefur ákveðið að lækka eldsneyti á ný, sem nemur hækkun félagsins á verði bensíns þann 4. maí," segir í fréttinni. Á sama tíma og fjölmiðlar ræddu um verðstríð á bensínmarkaði skömmuðust forstjórar félaganna hvor út í annan fyrir að fylgja ekki þeirri hefð sem við lýði var í verðlagningu bensíns á íslenskum olíumarkaði. Athyglisvert er einnig að hafa í huga að skömmu áður en "nokkurs taugatitrings gætti á bensínmarkaði" hafði samkeppnisráð ákvarðað um ólögmætt samráð fyrirtækja á grænmetis- og ávaxtamarkaði. Kristinn boðaði meðal annars forstjóra Olís og Essó til fundar 5. apríl 2001 vegna málsins og ummæla Sigurðar G. Guðjónssonar, sem þá var lögmaður eins grænmetisfyrirtækisins. Sigurður G. hafði látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að nauðsynlegt væri að rannsaka hugsanlegt samráð olíufélaganna. Samstilltar og taktfastar verðbreytingar Með hliðsjón af lýsingum forsvarsmanna Essó og Olís á samstarfi félaganna um verðbreytingar telur samkeppnisráð líklegt að minniháttar mismunur á bensínverði olíufélaganna frá árinu 1993 til 1996 hafi verið ákveðinn til þess að dylja ólögmætt samstarf þeirra. Samkeppnisráð telur að samanburður á verðlistum félaganna styðji ekki það viðhorf þeirra að verulega hafi dregið úr samstarfi þeirra í verðlagsmálum á árinu 1997 eða síðar. Ef undan sé skilið "verðstríðið" í maí 2001, gefi slíkur samanburður þvert á móti til kynna að verðbreytingar félaganna hafi orðið samstilltari og taktfastari á árunum 1998 til 2001 heldur en áður var.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira