Augu umheimsins 11. nóvember 2004 00:01 Álit Bandaríkjanna í augum umheimsins hefur dvínað nokkur undangengin ár. Hnignunin hófst fyrir alvöru eftir forsetakosningarnar fyrir fjórum árum, þegar repúblíkanar beittu brögðum í Flórída til að vinna á endanum vafasaman sigur þar með Hæstaréttarúrskurði þess efnis, að endurtalningu atkvæða skyldi hætt. George W. Bush var dæmdur sigurinn í Hæstarétti með fimm atkvæðum gegn fjórum. Einn dómarinn lýsti þeirri skoðun, að rétturinn hefði með þeim dómi fyrirgert trausti fólksins í landinu. Hefði leikið einhver vafi á úrslitum kosninganna um daginn, hefði hollusta fimm hæstaréttardómara varla dugað Bush forseta eins og síðast, þar eð dómsmálin hefðu getað orðið svo mýmörg, að það hefði ekki reynzt vinnandi vegur fyrir réttinn að dæma í þeim öllum í tækan tíma. Á þetta reyndi þó ekki, úr því að Bush vann skýran og óvefengjanlegan sigur. Kjör Bush forseta er bein afleiðing þeirrar umbreytingar, sem hefur riðið yfir dreifðar byggðir Bandaríkjanna undangengin ár. Trúarofstækis- og öfgamenn hafa komizt til áhrifa í flokki forsetans: menn, sem telja brýnt að innleiða bænahald í skólum og ryðja þróunarkenningunni burt úr námsefni handa börnum og unglingum. Repúblíkanar hafa nú öll ráð í hendi sér í Washington. Einn nýkjörinn öldungadeildarþingmaður þeirra lýsir baráttunni við demókrata sem baráttu góðs og ills og hefur sagzt vera fylgjandi dauðarefsingu handa læknum, sem framkvæma fóstureyðingar. Hann er ekki einn. Álitshnekkir Bandaríkjanna að undanförnu er áþreifanlegur í alþjóðlegum staðtölum. Bandaríkin hafa verið að hrapa niður eftir ýmsum alþjóðalistum, þar sem landið trónaði löngum í efstu sætunum. Tökum lýðræði fyrst. Stjórnmálafræðingar fylgjast með þróun lýðræðis um heiminn og reyna eftir föngum að slá máli á það og raða síðan löndum heimsins eftir ræktinni, sem þau leggja við lýðræðislega stjórnarhætti. Bandaríkin hafa sigið niður eftir lýðræðislistanum síðustu ár og eru nú í 15. sæti. Þessi hnignun stafar m.a. af því, að Bandaríkjastjórn hefur með ýmsu móti skert borgararéttindi síðan 11. september 2001. Bandaríkjamenn voru jafnan efstir stórþjóða á lýðræðislistanum, en Bretar eru nú búnir að skjóta þeim aftur fyrir sig. Norðurlönd eru efst á blaði eins og jafnan fyrr. Önnur skýring á afturför Bandaríkjanna er sú, að þar hafa hlutdrægir fjölmiðlar færzt í aukana – ekki aðeins forstokkuð flokksblöð, heldur einnig útvarps- og sjónvarpsstöðvar af sama tagi. Athuganir sýna, að flokksmiðlar hafa náð að spilla skoðanamyndun í landinu með því að dreifa röngum upplýsingum, t.d. um meinta aðild Íraka að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Ef við skoðum listann yfir frjálsa fjölmiðla, þá eru Bandaríkin þar í 17. sæti, að baki Kosturíku í Mið-Ameríku, Gvæjönu í Suður-Ameríku og Barbadoseyja í Karíbahafi, svo að þrjú dæmi séu nefnd – og standa nú jafnfætis Eistlandi, sem er tiltölulega nýsloppið undan stjórn kommúnista. Á listanum yfir spillingu eru Bandaríkin nú í 25. sæti. Framferði bandarískra stjórnvalda og fyrirtækja í ýmsum þróunarlöndum, t.d. í olíuríkjunum í Austurlöndum nær og í Afríku, hefur stuðlað að því að draga landið niður. Þessir listar eru til sýnis á vefsetrinu www.worldaudit.org. Í Austurlöndum nær hefur Bandaríkjastjórn ræktað vinfengi við nokkrar harðsvíraðar einræðisstjórnir, t.d. í Sádi-Arabíu og Pakistan, og Bandaríkin njóta e.t.v. hvergi minna álits meðal almennings en einmitt þar. Það er að vísu ekki ný bóla, að Bandaríkin beri einræðisstjórnir á höndum sér, eins og t.d. stjórn Móbútus í Kongó um langt árabil. En Bandaríkjamenn höfðu það sér til málsbóta, að friðurinn í Kongó slitnaði í sundur, þegar Móbútú féll frá 1997, og þrjár milljónir manna eru taldar hafa týnt lífi í borgarastríðinu þar. Móbútú var sannkallaður megaþjófur, en hann hélt landinu saman í sæmilegum friði. Þannig virðist Bandaríkjastjórn hugsa stuðning sinn við einræðisstjórnirnar í Sádi-Arabíu og Pakistan: ef þær hrynja, gætu ofsatrúarmenn náð völdum og komizt yfir kjarnavopn. Þetta er þó einber fyrirsláttur. Bandaríkin studdu stjórnir þessara landa og aðrar með ráðum og dáð löngu áður en múslímskir ofsatrúarmenn byrjuðu að láta á sér kræla. Hitt virðist líklegra, að óvildin, sem Bandaríkjamenn hafa bakað sér og bandamönnum sínum í Austurlöndum nær, hafi þjappað ofsatrúarliðinu saman og ýtt undir hryðjuverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Álit Bandaríkjanna í augum umheimsins hefur dvínað nokkur undangengin ár. Hnignunin hófst fyrir alvöru eftir forsetakosningarnar fyrir fjórum árum, þegar repúblíkanar beittu brögðum í Flórída til að vinna á endanum vafasaman sigur þar með Hæstaréttarúrskurði þess efnis, að endurtalningu atkvæða skyldi hætt. George W. Bush var dæmdur sigurinn í Hæstarétti með fimm atkvæðum gegn fjórum. Einn dómarinn lýsti þeirri skoðun, að rétturinn hefði með þeim dómi fyrirgert trausti fólksins í landinu. Hefði leikið einhver vafi á úrslitum kosninganna um daginn, hefði hollusta fimm hæstaréttardómara varla dugað Bush forseta eins og síðast, þar eð dómsmálin hefðu getað orðið svo mýmörg, að það hefði ekki reynzt vinnandi vegur fyrir réttinn að dæma í þeim öllum í tækan tíma. Á þetta reyndi þó ekki, úr því að Bush vann skýran og óvefengjanlegan sigur. Kjör Bush forseta er bein afleiðing þeirrar umbreytingar, sem hefur riðið yfir dreifðar byggðir Bandaríkjanna undangengin ár. Trúarofstækis- og öfgamenn hafa komizt til áhrifa í flokki forsetans: menn, sem telja brýnt að innleiða bænahald í skólum og ryðja þróunarkenningunni burt úr námsefni handa börnum og unglingum. Repúblíkanar hafa nú öll ráð í hendi sér í Washington. Einn nýkjörinn öldungadeildarþingmaður þeirra lýsir baráttunni við demókrata sem baráttu góðs og ills og hefur sagzt vera fylgjandi dauðarefsingu handa læknum, sem framkvæma fóstureyðingar. Hann er ekki einn. Álitshnekkir Bandaríkjanna að undanförnu er áþreifanlegur í alþjóðlegum staðtölum. Bandaríkin hafa verið að hrapa niður eftir ýmsum alþjóðalistum, þar sem landið trónaði löngum í efstu sætunum. Tökum lýðræði fyrst. Stjórnmálafræðingar fylgjast með þróun lýðræðis um heiminn og reyna eftir föngum að slá máli á það og raða síðan löndum heimsins eftir ræktinni, sem þau leggja við lýðræðislega stjórnarhætti. Bandaríkin hafa sigið niður eftir lýðræðislistanum síðustu ár og eru nú í 15. sæti. Þessi hnignun stafar m.a. af því, að Bandaríkjastjórn hefur með ýmsu móti skert borgararéttindi síðan 11. september 2001. Bandaríkjamenn voru jafnan efstir stórþjóða á lýðræðislistanum, en Bretar eru nú búnir að skjóta þeim aftur fyrir sig. Norðurlönd eru efst á blaði eins og jafnan fyrr. Önnur skýring á afturför Bandaríkjanna er sú, að þar hafa hlutdrægir fjölmiðlar færzt í aukana – ekki aðeins forstokkuð flokksblöð, heldur einnig útvarps- og sjónvarpsstöðvar af sama tagi. Athuganir sýna, að flokksmiðlar hafa náð að spilla skoðanamyndun í landinu með því að dreifa röngum upplýsingum, t.d. um meinta aðild Íraka að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Ef við skoðum listann yfir frjálsa fjölmiðla, þá eru Bandaríkin þar í 17. sæti, að baki Kosturíku í Mið-Ameríku, Gvæjönu í Suður-Ameríku og Barbadoseyja í Karíbahafi, svo að þrjú dæmi séu nefnd – og standa nú jafnfætis Eistlandi, sem er tiltölulega nýsloppið undan stjórn kommúnista. Á listanum yfir spillingu eru Bandaríkin nú í 25. sæti. Framferði bandarískra stjórnvalda og fyrirtækja í ýmsum þróunarlöndum, t.d. í olíuríkjunum í Austurlöndum nær og í Afríku, hefur stuðlað að því að draga landið niður. Þessir listar eru til sýnis á vefsetrinu www.worldaudit.org. Í Austurlöndum nær hefur Bandaríkjastjórn ræktað vinfengi við nokkrar harðsvíraðar einræðisstjórnir, t.d. í Sádi-Arabíu og Pakistan, og Bandaríkin njóta e.t.v. hvergi minna álits meðal almennings en einmitt þar. Það er að vísu ekki ný bóla, að Bandaríkin beri einræðisstjórnir á höndum sér, eins og t.d. stjórn Móbútus í Kongó um langt árabil. En Bandaríkjamenn höfðu það sér til málsbóta, að friðurinn í Kongó slitnaði í sundur, þegar Móbútú féll frá 1997, og þrjár milljónir manna eru taldar hafa týnt lífi í borgarastríðinu þar. Móbútú var sannkallaður megaþjófur, en hann hélt landinu saman í sæmilegum friði. Þannig virðist Bandaríkjastjórn hugsa stuðning sinn við einræðisstjórnirnar í Sádi-Arabíu og Pakistan: ef þær hrynja, gætu ofsatrúarmenn náð völdum og komizt yfir kjarnavopn. Þetta er þó einber fyrirsláttur. Bandaríkin studdu stjórnir þessara landa og aðrar með ráðum og dáð löngu áður en múslímskir ofsatrúarmenn byrjuðu að láta á sér kræla. Hitt virðist líklegra, að óvildin, sem Bandaríkjamenn hafa bakað sér og bandamönnum sínum í Austurlöndum nær, hafi þjappað ofsatrúarliðinu saman og ýtt undir hryðjuverk.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun