Var ekki höfuðpaur samráðsins 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira