Lausnin vandfundin á Alþingi? 9. nóvember 2004 00:01 Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Lausn á kennaradeilunni virðist ekki vera að finna á Alþingi ef marka má þær umræður sem þar fóru fram utandagskrár á öðrum tímanum. Pétur Bjarnason Frjálslynda flokknum var málshefjandi og sagði hann ríkisstjórnina ekki geta setið aðgerðalausa hjá lengur á meðan börn þessa lands fá ekki notið menntunar vegna verkfalls kennara. Telur Pétur að sýnt hafi verið fram á máttleysi launanefndar sveitarfélaganna til að takast á við vandann og sagði ábyrgð menntamálaráðherra mikla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði verkefni dagsins vera að bæta kjör kennara svo ásætttanlegt sé fyrir þá að sinna sínum mikilvægu störfum og án þess að slíkir samningar feli í sér ógnun við kærkominn stöðugleika. Hún vill að aðilar sitji við samingaborðið svo lausn fáist hið fyrsta. Össur Skarphéðinsson Samfylkingunni sagði ekkert að finna í ræðu menntamálaráðherra sem liðkað gæti fyrir lausn verkfallsins. Hjálmar Árnasson Framsóknarflokki fullyrti að samfélagið héldi kennarastéttinni að mörgu leyti í gíslingu. Hann vísar þar m.a. til yfirlýsinga frá ýmsum verkalýðsfélögum og samtökum þeirra. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri - grænum vakti athygli á því að kennarar lögðu fram viðræðuáætlun sína í janúar síðastliðnum og að samningarnir hafi verið lausir í mars. Auk þess hafi þeir lagt fram tilboð um samning til eins árs til að reyna að forða verkfalli en ekki hafi verið tekið í þá „útréttu hönd“. Hægt er að hlusta á brot úr umræðunum með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira