Verkfall kennara aftur hafið 8. nóvember 2004 00:01 Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaganna segir fulltrúa Kennarasambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin: "Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðaraukinn sé meiri." Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Hugmyndirnar sem launanefndin lagði fram fólu í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Tilboð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfum en miðlunartillaga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefndin taldi hækkunina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukkan tíu á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaganna segir fulltrúa Kennarasambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin: "Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðaraukinn sé meiri." Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Hugmyndirnar sem launanefndin lagði fram fólu í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Tilboð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfum en miðlunartillaga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefndin taldi hækkunina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukkan tíu á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira