Bara bensín - skilar litlu 4. nóvember 2004 00:01 Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðrar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við samráði olíufélaganna. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins virðist almenningur halda fast í venjur sínar og svo er að sjá að fáir hafi hlýtt kallinu um að kaupa bara bensín. Svör starfsfólks bensínstöðva voru flest á einn veg; hér er allt við það sama. Einstaka starfsmaður sagði þó að eitthvað hefði dregið úr sælgætissölunni og einn minntist á að sólgleraugnasalan hefði hrunið. Kenndi hann frekar tíðinni en hvatningunni um. Það kom raunar mörgum bensínafgreiðslumönnum á óvart hve lítil áhrif hvatningin hefur haft og sýnir það enn og aftur að Íslendingar eru latir við að mótmæla, þó þeir telji á sér brotið. Borið hefur á að svonefndir viðskiptavinir bensínstöðvanna séu ekki meiri vinir þeirra en svo að þeir hafi hreytt hnjóðsyrðum í starfsfólk og jafnvel kallað það ölllum illum nöfnum. Hefur það vitaskuld farið fyrir brjóstið á viðkomandi enda alsaklaust fólk á ferðinni. Það voru jú forstjórarnir og næstráðendur sem stóðu í samráðinu en ekki fólkið á dælunum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðrar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við samráði olíufélaganna. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins virðist almenningur halda fast í venjur sínar og svo er að sjá að fáir hafi hlýtt kallinu um að kaupa bara bensín. Svör starfsfólks bensínstöðva voru flest á einn veg; hér er allt við það sama. Einstaka starfsmaður sagði þó að eitthvað hefði dregið úr sælgætissölunni og einn minntist á að sólgleraugnasalan hefði hrunið. Kenndi hann frekar tíðinni en hvatningunni um. Það kom raunar mörgum bensínafgreiðslumönnum á óvart hve lítil áhrif hvatningin hefur haft og sýnir það enn og aftur að Íslendingar eru latir við að mótmæla, þó þeir telji á sér brotið. Borið hefur á að svonefndir viðskiptavinir bensínstöðvanna séu ekki meiri vinir þeirra en svo að þeir hafi hreytt hnjóðsyrðum í starfsfólk og jafnvel kallað það ölllum illum nöfnum. Hefur það vitaskuld farið fyrir brjóstið á viðkomandi enda alsaklaust fólk á ferðinni. Það voru jú forstjórarnir og næstráðendur sem stóðu í samráðinu en ekki fólkið á dælunum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira