Menning

Námskeið í lestrartækni

PhotoReading er lestrartækni sem kennd er í þrjátíu löndum um allan heim. Þessi tækni gerir námsmönnum kleift að innbyrða mikið lesefni á skömmum tíma og vinna úr því á markvissan hátt. Með PhotoReading eiga allir að geta þrefaldað lestrarhraða sinn nær strax og einbeiting og skilningur á efni eykst. Einnig er auðveldara að muna aðalatriði efnisins. Með aðferðum PhotoReading nær undirmeðvitundin að skynja mun meiri texta en þú skynjar almennt við hefðbundinn lestur. Virkni beggja heilahvela er nýtt samtímis en við það nemur heilinn um 10.000.000 bita upplýsinga á sekúndu í stað um 40 bita við hefðbundinn lestur. Næsta námskeið í PhotoReading verður haldið í nóvember. Frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vefsíðunni photoreading.is. Hægt er að skrá sig á námskeiðið í tölvupósti á [email protected] og í síma 899 4023.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×