Kópavogur braut eigin reglur 22. október 2004 00:01 Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Byggingarfélagið Viðar ehf. fékk úthlutað lóð fyrir 30 íbúða fjölbýlishús við Ásakór í Kópavogi í febrúar þrátt fyrir að hafa verið stofnað aðeins tveimur mánuðum áður. Fjöldi byggingafyrirtækja sótti um lóðina og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru byggingaverktakar mjög ósáttir við vinnubrögð bæjaryfirvalda og telja þeir úthlutunina vera brot á reglum um úthlutun á byggingarétti. Í þriðju grein reglnanna kemur skýrt fram að meta eigi umsóknir með tilliti til upplýsinga um fjárhagsstöðu umsækjanda og fyrri byggingarverkefni. Þá er fyrirtækjum gert að leggja fram endurskoðaðan ársreikning síðasta árs, sem vandséð er hvernig Byggingarfélagið Viðar hefur getað gert. Samkvæmt lögfræðingum sem Fréttablaðið ræddi við virðist skýrt að Kópavogsbær er að brjóta eigin reglur um úthlutun á byggingarétti. Þar sem ljóst er að fyrirtækið hefur ekki getað skilað endurskoðuðum ársreikningi vaknar einnig spurning hvort jafnræðis hafi verið gætt. Byggingarfélagið var stofnað í desember í fyrra og fékk byggingaréttinum úthlutað 26. febrúar. Í reglum um úthlutun á byggingarétti segir að óheimilt sé að framselja byggingarétt áður en hús sé fokhelt. Heimildir blaðsins herma að eftir að fyrirtækið fékk byggingaréttinum úthlutað hafi eigendurnir boðið nokkrum aðilum fyrirtækið sjálft til sölu með byggingaréttinum enda er ekkert í lögum sem bannar það. Fyrirtækið var síðan selt hæstbjóðanda og skipti um eigendur í apríl. Talið er að eigendur Byggingarfélagsins Viðars ehf. hafi hagnast um tugi milljóna króna á sölu fjögurra mánaða gamals fyrirtækis. Hagnaðinn má að langstærstum hluta eða nær eingöngu rekja til byggingaréttarins í Ásakórum, sem bæjarfulltrúar í Kópavogi úthlutuðu fyrirtækinu. Þegar Fréttablaðið bar dæmið undir borgarfulltrúa í Reykjavík urðu þeir forviða og sögðu þetta skýrt brot á reglum. Aldrei hefði komið til greina að úthluta tveggja mánaða gömlu fyrirtæki fjölbýlishúsalóð í borginni. Í Reykjavík eru lóðir boðnar út en í Kópavogi er þeim úthlutað af pólitískt kjörnum fulltrúum bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira